Ástin í Passíusálmum: Guðríður, Hallgrímur og Steinunn

Ástarsaga Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er einn frægasti ástarsmellur Íslandssögunnar. Hvaða áhrif höfðu ástir þeirra á efni Passíusálmanna og ljóðagerð höfundarins? Steinunn B. Jóhannesdóttir þekkir manna best sögu Guðríðar og Hallgríms. Hún hefur skrifað áhrifaríkar bækur, leikrit og ritgerðir um þau. Steinunn segir frá og svarar spurningum um þetta fræga ástarpar Íslands í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. mars. Passíusálmur verður lesinn í kirkjunni kl. 12 og síðan hefst fræðslusamveran í Suðursalnum kl. 12,15.