Mörður Árnason, íslenskufræðingur, talar um Passíusálmana

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum? Mörður Árnason, málfræðingur ræðir um Passíusálmana við fundarmenn og Sigurð Árna Þórðarson í hádeginu þriðjudaginn 16. mars kl. 12,15. Mörður er einn helsti Hallgrímssérfræðingur þjóðarinnar og skrifaði stórmerkar orðskýringar og skýringarkafla um Passíusálma í fræðilegri útgáfu sálmanna árið 2015.

Fræðslusamveran verður í Suðursal Hallgrímskirkju. Allir velkomnir og fimmtíu manns mega vera á samverunni.

Myndin er eftir Barböru Árnason. Bakgrunnur frummyndinnar var hvítur en ekki rauður.