Ástin í Passíusálmunum

Samdráttur Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er ein frægasti smellur Íslandssögunnar. En hvaða áhrif höfðu ástir þeirra og dramatísk saga þeirra á ljóðagerð höfundarins og efni Passíusálmanna? Steinunn B. Jóhannesdóttir, rithöfundur, hefur skrifað fjölda áhrifaríkra bóka, ritgerðir og leikrit um Guðríði og Hallgrím. Bækur Steinunnar hafa verið þýddar á mörg erlend tungumál. Þær hafa farið víða og líklega hafa fleiri haldið á hennar bókum erlendis en Passíusálmum Hallgríms í þýðingum. Steinunn er því ekki aðeins rithöfundur heldur líka ambassador Passíusálma, íslenskrar menningarsögu og bókmennta. Á hljóðvarpsvef þjóðkirkjunnar, Kirkjuvarpinu, er viðtal Sigurðar Árna við Steinunni um rannsóknir og rit hennar og hjónin Guðríði og Hallgrím.

Myndirnar eru af Steinunni B. Jóhannesdóttur en hún lék Tyrkja-Guddu í leikriti Hallgrímskirkjuprestsins Jakobs Jónssonar, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1983.