Starf kórstjóra auglýst

Hallgrímskirkja í Reykjavík auglýsir eftir kórstjóra í 50% starf.
Krafist er háskólamenntunar í kirkjutónlist eða kórstjórn auk reynslu af kórstjórn.

Aðalverkefni kórstjórans er að byggja upp og stjórna nýjum KÓR HALLGÍMSKIRKJU.
Kórstjórinn vinnur í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og tekur virkan þátt í helgihaldi og tónlistarlífi safnaðarins.

Mikil áhersla er lögð á hæfni í mannlegum samskiptum. Launagreiðslur miða við launataxta kjarasamnings FÍH.

Umsóknir merktar „Starfsumsókn“ ásamt prófskírteinum, ferilskrá og kynningarbréfi sendist til Hallgrímskirkju v/Hallgrímstorg, 101 Reykjavík, eða á netfangið bjornsteinar@hallgrimskirkja.is.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 16. júlí.

Matsnefnd leggur tillögu um ráðningu fyrir sóknarnefnd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Björn Steinar Sólbergsson organisti í síma 856 1579.