Sunnudagur í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 25. júlí er guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Organisti er Matthías Harðarson og forsöngvarar eru: Íris Björk Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir,
Sigurður Sævarsson og Þorkell Helgi Sigfússon.
Prédikunarefni dagsins eru kunnugleg orð Jesú úr Fjallræðunni :
“Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gera. ”
Orðin sem enn móta siðferðilega ábyrgð okkar gagnvart samferðafólki en með þessum jákvæðu formerkjum.
Hvernig ljáum við þessum merkilegu orðum líf í samtímanum.  Hafa þau enn áhrif í samskipum okkar við aðrar manneskjur og sköpunina, í darraðadansi heimsfaraldurs og náttúruógna….  ?
Meira um það á sunnudaginn kl. 11.00

Sálmarnir sem við syngjum eru:
703 – Líður að dögun
704 – Þú ert Guð sem gefur lífið
841 – Á meðan sól og máni lýsa
712 – Dag í senn

Sem forspil leikur Matthías  “O Welt, ich muss dich lassen” eftir Johannes Brahms en eftirspilið er “Choral”  úr annari orgelsinfóníu Louis Vierne

—————

Ensk guðsþjónusta er kl. 14.00
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.  Organisti er Matthías Harðarson.