Æskulýðsfélagið Örkin

Alla fimmtudaga yfir veturinn kl. 19.30 – 21.30 hittast unglingar úr 8. – 10. bekk í kirkjunni. Á dagskránni eru leikir, sprell og ýmislegt skemmtilegt í samvinnu við unglingana. Auk þess er sögð saga úr Biblíunni. Í október á hverju ári er svo farið yfir helgi á unglingalandsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) ásamt öðrum unglingastörfum kirkjunnar.

Allir unglingar velkomnir!