Almennar guðsþjónustur

Í Hallgrímskirkju er almenn guðsþjónusta alla sunnudaga klukkan 11. Prestar kirkjunnar, Sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, skiptast á að prédika og þjóna fyrir altari.

Organisti Hallgrímskirkju er Björn Steinar Sólbergsson.

Yfir vetrartímann er sunnudagaskóli samhliða guðsþjónustunum alla sunnudaga klukkan 11. Það er Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni og verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu, sem hefur yfirumsjón með sunnudagaskólanum. Henni til aðstoðar eru Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir.

Verið velkomin til helgihaldsins í Hallgrímskirkju.