Guðþjónusta á uppstigningardag kl. 11

Guðþjónusta á uppstigningardag, 21. maí kl. 11 Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Í kirkjunni verða tvö aðskilin svæði sem hægt er að ganga inn á beint frá hliðum kirkjuskipsins. Við höldum fjarlægð og reglum almannavarna og tilmælum sóttvarnarlæknis verður fylgt í hvívetna.… More Guðþjónusta á uppstigningardag kl. 11

Krían

Hægt er að nálgast hugvekjuna í myndbandsformi hér. Gleðilegt sumar  og kærar þakkir fyrir veturinn Í 104 sálmi Gamla testamentisins stendur: Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. ……Þú þenur út himininn eins og tjalddúk,…. Þú lést lindir spretta upp í dölunum, þær streyma milli fjallanna, þær svala öllum dýrum… More Krían

Útvarpsguðþjónusta frá Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 11, mun Rúv útvarpa guðþjónustu frá Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og verkefnisstjóri predikar. Félagar úr Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja. Stjórnendur: Helga Loftsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson. Kjartan Valdimarsson leikur á píanó og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Organisti er Björn… More Útvarpsguðþjónusta frá Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta

Breyttur opnunartími

Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með þriðjudeginum 31. mars verður kirkjan opin kl. 12 – 15 alla daga nema mánudaga. Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri… More Breyttur opnunartími

Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringja inn bænastund

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir hvetur til bænastunda í hádeginu á meðan samkomubanni stendur. Verkefnið kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Kirkjuklukkum landsins verður samhringt kl. 12 í 3 mínútur fyrir stundina. Fólk er hvatt til þess að hafa bænastund heima eða hvar sem það er statt þá stundina. Hvort… More Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringja inn bænastund