Haust og Bach í Hallgrímskirkju 2. október

Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hóf göngu sína nú í september með glæsilegum tónleikum kórs Clare College í Cambridge þann 18. september síðastliðinn. Á öðrum tónleikum í röðinni þann 2. október næstkomandi, munu þau Björn Steinar Sólbergsson organisti og Guja Sandholt, söngkona, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Johann Crüger. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og… More Haust og Bach í Hallgrímskirkju 2. október

Orgelsumar – Björn Steinar frumflytur verk Steingríms Þórhallssonar

Lokatónleikar Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju verða haldnir sunnudaginn 22. ágúst næstkomandi. Á laugardögum í sumar hafa organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyft Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á vel sóttum hádegistónleikum. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventunni árið 1992. Björn Steinar Sólbergsson, organisti í… More Orgelsumar – Björn Steinar frumflytur verk Steingríms Þórhallssonar

Orgelsumar – Jónas Þórir

Jónas Þórir kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 14. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á tix.is… More Orgelsumar – Jónas Þórir

Orgelsumar – Kjartan Jósefsson Ognibene

Kjartan Jósefsson Ognibene kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 7. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á… More Orgelsumar – Kjartan Jósefsson Ognibene

Orgelsumar – Tuuli Rähni

Tuuli Rähni, organisti Ísafjarðarkirkju, kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins í Hallgrimskirkju laugardaginn, 31. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Hægt er að fá miða við innganginn og á tix.is. Ókeypis er fyrir börn undir 16 ára aldri. Tuuli Rähni starfar sem organisti Ísafjarðarkirkju og kennir einnig píanóleik og söng. Hún… More Orgelsumar – Tuuli Rähni

Orgelsumar- Spilmenn Ríkínís

Á fjórðu tónleikum Orgelsumarsins í ár, laugardaginn 24. júlí, koma Spilamenn Ríkínís fram. Spilmenn Ríkínís hafa leikið og sungið saman í rúm 14 ár. Meðlimir hópsins eru fjögurra manna fjölskylda úr Vesturbæ Reykjavíkur. Fyrstu árin söng og lék Sigursveinn Magnússon með hópnum en hann hefur nú dregið sig í hlé. Spilmenn Ríkínís hafa komið fram á… More Orgelsumar- Spilmenn Ríkínís