Guð á vaktinni

Prédikun við aftansöng á Gamlársdegi 2020 Nú hafa stjörnuaugu jólanæturinnar dofnað í ljósadýrð heimsins að sinni. Við erum við bjartsýn. Kyrrðin í fjárhúsinu hefur verið rofin og starandi augu í myrkrinu, mas og bras í kringum nýfætt barn og foreldrana.  Ungu konuna sem treysti og svo var það ungi karlmaðurin sem vissi varla sitt rjúkandi… More Guð á vaktinni

Englar

Löng ferð síðustu mánuði.  Við þreytumst á langri göngu og nú liggur leiðin inn í aðventuna bráðum og alla stemninguna í kring um jólin.   Hugsa þetta meðan ég rölti  inn gólfið í Hallgrímskirkju. Tel bekkina í huganum.  Þeir rúma hundruði  og í huganum verða  andlitin  ljóslifandi, söfnuður, tónleikagestir eða ferðamenn í brakandi útivistargöllum sem dást… More Englar

Athvörf

Hún sat framarlega í kirkjunni. Baksvipurinn og slegið hárið vöktu athygli, sérstaklega þessa dagana þegar fáir leggja leið sína í kirkjuna.  Svo kom hún gangandi til móts við mig,  gríma huldi hálft andlitið en í augunum spurn. Hún heilsaði á ensku, sagði nafnið sitt og hvaðan hún væri og hvort ég gæti beðið með henni. … More Athvörf

Kennileiti kirkjunnar

Þankar á vígsludegi Hallgrímskirkju, 26. október 2020 og við ártíðardag Hallgríms Péturssonar  27. október 2020 „Þótt það sé heimsfaraldur í gangi þá megum við ekki missa mikilvægasta kennileiti miðborgarinnar, sem er lífið…“ Voru orð ungs  framkvæmdamanns, Geof­frey Þ. Huntingdon-Willi­ams, annar eiganda Priksins í miðborg Reykjavíkur í viðtal við Fréttablaðið sl. föstudag.  Orð sem mig langar… More Kennileiti kirkjunnar

Langlundargeð

Búðarferð dagsins, skáskýt mér milli hillna, verð vandræðaleg með grímuklætt andlitið og gufuslegin gleraugun.  Afsakandi augnaráð – ekki koma nær,  við erum að vanda okkur og passa upp á hvert annað, ekki satt. Teygi mig í hrökkbrauðspakkann og hugsa um leið „Hefði kannski átt að panta á netinu ?“ Niðurstaðan er að það er gott… More Langlundargeð

Haustganga

Haustganga í dalnum, kyrrðin er líknandi og haustsvalinn eins og smyrsl á amstur dagsins og áhyggjur. Trén standa vörð um Elliðaárnar eins og virðulegir öldungar sem eru búnir að lifa tímana tvenna, mörg vor og mörg haust.  Fegurðin óumdeilanleg, litirnir tjá nýtt tímaskeið eftir grænar vaggandi laufkrónur sumarsins. Það er fegurð og líf allt í… More Haustganga