Þræðir

Í dagljósri kirkjunni á föstudeginum langa.  Sólinni langar ekki að skína og altari kirkjunnar er svipt sínu fegursta skarti, ljósastjökum og dúkum.  En eins og brynja og skjól er fallegt dimmsvart altarisklæðið sem myndar heild við svartan lit hökuls.  Listafallegur fíngerður útsaumurinn úr hör – og gullþræði.  Útsaumurinn myndar orð og myndir.  Myndirnar sem eru… More Þræðir

Föstudagurinn langi

Hallgrímskirkja er opin á föstudaginn langa milli kl. 11.00 og 15.00. Kirkjan er opin fyrir þau sem eiga leið um, vilja koma við og dvelja um stund í þögninni.  Altarið hefur verið afskrýtt og altarisklæðið með blæðandi brjósti pelíkanans hefur verið sett upp og hökull með ísaumuðu fyrsta versi Passíusálmanna settur fram.  Hvort tveggja listaverk… More Föstudagurinn langi

Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Á  morgun, þriðjudag kl. 12.15, fjallar Irma Sjöfn Óskarsdóttir um Maríu í fyrirlestri um baráttukonur í Biblíunni í Suðursal Hallgrímskirkju. Yfirskrift fyrirlestursins er “María, unglingurinn sem breytti heiminum”   Þar verður fjallað um sögu Maríu eða Mirjam, ungu konunnar sem sagði já við jái Guðs og varð móðir Jesú Krists. Hver var hún og er ?  Hvaða hlutverki… More Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Guðsþjónusta sunnudaginn 21.febrúar

Á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar,  er guðsþjónusta og barnastarf  kl. 11.00. Sungnir verða sálmar eftir konur, bæði lög og textar. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónunum.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur. Sálmarnir sem verða sungnir eru: 549 … More Guðsþjónusta sunnudaginn 21.febrúar

Fræðsluerindi um systurnar Mörtu og Maríu í Betaníu

Við heimsækjum Mörtu og María í Betaníu í fræðslufyrirlestri í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12.15. Við þekkjum þær sem lærisveina og postula, systur, vinkonur Jesú og veisluhaldara. Irma Sjöfn Óskarsdóttir  og Sigrún Óskarsdóttir fjalla um systurnar. Við lítum einnig við í eldhúsinu þeirra og kíkjum á hvað var í boði þegar gesti bar að… More Fræðsluerindi um systurnar Mörtu og Maríu í Betaníu

“..og ég vil líkjast Rut”

Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12.05 halda áfram fræðslufyrirlestrar í Hallgrímskirkju um baráttukonur í Biblíunni.  Þá verður fjallað um Rut sem sagt er frá í samnefndu riti í Biblíunni. Biblían segir okkur hetjusögur, átakasögur og hversdagssögur úr lífi ótal kvenna og Rutarbók í Gamla testamentinu segir eina slíka. Rut var vafalaust “sönn og góð” eins og… More “..og ég vil líkjast Rut”