Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

Annan sunnudag í aðventu, 6. desember nk. verður margt um að vera í tengslum við messu og barnastarf sunnudagsins kl. 11.00.  Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur syngja og leiða söng. Í messunni verður 7 ára börnum í Hallgrímssókn afhent að gjöf bókin “Jólin hans… More Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

“Jólin hans Hallgríms” á sýningu í Hallgrímskirkju

Á annarri hæð Hallgrímskirkju hefur verið opnuð sýningin “Jólin hans Hallgríms”.  Sýningin er fyrir börn á öllum aldri og byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og myndum Önnu Cynthiu Leplar og var jólasýning Þjóðminjasafnsins árið 2014. Þar eru myndir og textar úr bókinni ásamt gamaldags munum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að… More “Jólin hans Hallgríms” á sýningu í Hallgrímskirkju

Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Sunnudagurinn 22. nóvember er samkvæmt tímatali kirkjuársins sá síðasti fyrir aðventu.  Messa og barnastarf  hefst kl. 11.00.  Inga, Rósa og Sólveig Anna sjá um barnastarfið.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Leonard Ashford þjóna í messunni ásamt hópi messuþjóna.  Organisti er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng. Íhugunarefni sunnudagins tengist m.a. orðum  úr… More Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Schola cantorum heldur tónleika sunnudaginn 1. nóvember

  Á Allra heilagra messu, þann 1. nóvember næstkomandi kl. 17.00, mun Schola cantorum halda tónleika við kertaljós í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hvíld. Hefð er orðin fyrir slíkum tónleikum Schola cantorum á þessum forna helgidegi þegar látinna er minnst og verða að þessu sinni flutt sérlega falleg og áhrifamikil verk frá 20. og 21. öldinni… More Schola cantorum heldur tónleika sunnudaginn 1. nóvember

Útgáfa sögu Hallgrímskirkju á 75 ára afmæli safnaðarins

Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur Hallgrímskirkja gefið út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt.  Sunnudaginn 25. október verður  útgáfunni fagnað strax að lokinni hátíðarmessu kl. 11.00 Hallgrímskirkja er eitt… More Útgáfa sögu Hallgrímskirkju á 75 ára afmæli safnaðarins

Dagur kærleiksþjónustunnar

Sunnudaginn 30. ágúst, 13. sunnudag eftir þrenningarhátíð, er dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni.  Í Hallgrímskirkju er messa og sögustund kl. 11.00.  Sögustundin er í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamst messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða safnaðarsöng og organisti er Eyþór Franzson Wechner.  Guðspjall dagsins og íhugunarefni… More Dagur kærleiksþjónustunnar

Messa sunnudaginn 2. ágúst

Mesta ferðahelgi ársins er framundan en fyrir þau sem dvelja í borginni er boðið til messu og sögustundar fyrir börnin  kl. 11.00 á sunnudaginn í Hallgrímskirkju.  Hópur messuþjóna aðstoðar við helgihaldið og

Messað kl. 11.00 og 14.00 sunnudaginn 26. júlí

Sunnudaginn 26. júlí  kalla klukkur Hallgrímskirkju til messu og bjóða alla velkomna.  Kl. 11.00 er  messa með sögustund fyrir börnin.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari  ásamt sr. Leonard Ashford og hópi messuþjóna.  Íris Saara sér um sögustund fyrir þau yngri.   Organisti er Eyþór Franzson Wechner og félagar úr Mótettukór… More Messað kl. 11.00 og 14.00 sunnudaginn 26. júlí