Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs

Það var eftirvæntning og pizzuilmur í lofti við messu sunnudagins í Hallgrímskirkju. Til fjölskyldumessu voru mætt fermingarbörn næsta árs, messuþjónar, starfsfólk í barnastarfi og margir aðrir, yngri og eldri. Æskulýðsleiðtogi kirkjunnar, Inga Harðardóttir flutti hugvekju og minnti okkur á upphaf skólastarfs, gleðina við skólastarfið og líka angur þeirra sem standa höllum fæti og kvíða skólastarfinu.… More Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs

Í tísku að vera í kvenfélagi

Á konudaginn, 21. febrúar sl. flutti Hjördís Jensdóttir kvenfélagskona og messuþjónn eftirfarandi hugvekju um gildi og starf kvenfélaga: Kæru kirkjugestir ! Vitið þið að það er í tísku að vera í kvenfélagi ? Konur á öllum aldri er í allskonar kvenfélögum og gera þar mörg kraftaverkin. Kvenfélög um allt land hafa gefið milljarða til samfélagsins… More Í tísku að vera í kvenfélagi

Messuþjónar í Hallgrímskirkju

Við allar messur í Hallgrímskirkju er hópur sjálfboðaliða sem kemur að helgihaldinu.   Auk kórmeðlima eru það hópur messuþjóna.   Fimm hópar eru starfandi hér í Hallgrímskirkju og sl. sunnudag, 3. janúar, þjónaði hópur númer fjögur sem við sjáum á meðfylgjandi mynd.   Messuþjónar taka á móti þeim sem til messunnar koma, leiða prósessíu í upphafi messunnar,… More Messuþjónar í Hallgrímskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 fjórða sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 20. desember verður fjölskylduguðsþjónusta með jólasöngvum kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Inga Harðardóttir  æskulýðsfulltrúi og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina ásamt leiðtogum í barnastarfi kirkjunnar.  Tendrað verður á 4. aðventukertinu, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.  Krakkar úr TTT starfi Hallgrímskirkju sýna jólaleikrit sem byggir á bókinni “Jólin hans Hallgríms”… More Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 fjórða sunnudag í aðventu

Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

Annan sunnudag í aðventu, 6. desember nk. verður margt um að vera í tengslum við messu og barnastarf sunnudagsins kl. 11.00.  Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur syngja og leiða söng. Í messunni verður 7 ára börnum í Hallgrímssókn afhent að gjöf bókin “Jólin hans… More Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins