GESTIR FRÁ LITHÁEN- hin margverðlaunaða söngkona JURGA ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara 11. febrúar 2019 kl. 20

Litháenska söngkonan  JURGA sem unnið hefur öll helstu verðlaun sem ein skærasta poppsöngstjarnan í heimalandi sínu flytur efnisskrá með verkum eftir Bach, Mozart, Händel, Jurga o fl. ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara mánudaginn 11. febrúar 2019 kl. 20.  Tónleikarnir eru haldnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í samvinnu við umboðsskrifstofu Jurga og eru hugsaðir sem þakklætisvottur til Íslendinga fyrir að vera fyrstir… More GESTIR FRÁ LITHÁEN- hin margverðlaunaða söngkona JURGA ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara 11. febrúar 2019 kl. 20

Messa og barnastarf 10. febrúar 2019, kl. 11.

HALLGRÍMSKIRKJA   Síðasti sunnudagur eftir þrettánda – Boðorðadagur 3 Messa og barnastarf 10. febrúar 2019, kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Schola cantorum syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Ritningarlestrar: 2Mós 20.1-2,8-11, 2Kor 3.13-27. Guðspjall: Mark 2.23-27.

Tónleikar LHÍ á Vetrarhátíð laugardaginn 9. feb. kl. 14 í Hallgrímskirkju

Boðið verður upp á áhugaverðan samslátt gamals og nýs á tónleikum í samvinnu  Listvinafélags Hallgrímskirkju og Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð, laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Á tónleikunum hljómar glæný tónlist eftir tónsmíðanemendur Listaháskólans í flutningi hljóðfæranemenda skólans í bland við aríur eftir Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Händel, Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus… More Tónleikar LHÍ á Vetrarhátíð laugardaginn 9. feb. kl. 14 í Hallgrímskirkju

SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í gærkvöldi 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið var með íslenska arfleið og átti verkið að vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll… More SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Söngsveitin Ægisif : Rússneskar kórperlur í Hallgrímskirkju 13. október kl 17:00-18:00

Vegna fjölda áskorana hefur söngsveitin Ægisif ákveðið að endurflytja tónleika sem haldnir voru fyrir tveimur árum síðan og að þessu sinni verða þeir endurfluttir í Hallgrímskirkju þann 13. október kl.17:00 – 18:00. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Fluttar verða rússneskar kórperlur eftir Alexander Gretchaninov, Pavel Chesnokov, Alfred Schnittke og Georgy Sviridov. Aðgangur er ókeypis! RUSSIAN… More Söngsveitin Ægisif : Rússneskar kórperlur í Hallgrímskirkju 13. október kl 17:00-18:00

Árdegismessa á miðvikudögum

Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa kl. 8 á miðvikudögum. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. sólarupprás Verið hjartanlega velkomin.

Krílasálmar 25. september kl. 12:30-13:30

  Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif… More Krílasálmar 25. september kl. 12:30-13:30

Fjölskyldumessa og barnastarf 23. september 2018, kl:11

Fjölskyldumessa og barnastarf 23. september 2018, kl:11 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir leiða stundina. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Elísabet Þórðardóttir leikur á orgel. Starfsfólk Sunnudagaskólans aðstoðar. Ritningarlestur: Guðspjallssagan   Allir hjartanlega velkomnir