Gleðilegt sumar

Prédikun Kristnýjar Rósar djákna í útvarpsguðsþjónustu í Hallgrímskirkju Sumardaginn fyrsta 23. apríl 2020: Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Blessandi hendur Krists Lyftist yfir oss öll. Blessandi hendur Krists Helgi kirkjuna hans Blessandi hendur Krists Gefi heiminum líf og frið Amen. Gleðilegt sumar! Það boðar gott… More Gleðilegt sumar

Vor í lofti

Vor í lofti Það er margt mjög erfitt þessa dagana en mikið var laugardagurinn síðastliðinn yndislegur. Það var gott veður, vor í lofti og fólk, með allavega tveggja metra millibili, útum allan bæ. Það var mjög gleðilegt að sjá sólina, sjá snjóinn bráðna og sjá allt fólkið. Árið 2020 hefur verið skrítið ár fyrir margar… More Vor í lofti

Biblíusögur á netinu

Fræðslusvið á Biskupsstofu hefur sett biblíusögur á internetið, á Youtube undir heitinu Biblíusögur. Biblíusögurnar eru í formi teiknimynda en henta fólki og börnum á öllum aldri. Í samkomubanninu vegna Covid-19 er samvera barna og foreldra meiri og lengri. Að horfa saman á biblíusögurnar er ein leið til þess að verja tíma með börnunum og svo… More Biblíusögur á netinu

Krílasálmar – Baby hymns

Nýtt námskeið í krílasálmum byrjar í næstu viku, á þriðjudaginn 3. mars kl. 11:30-12:15. Námskeiðið stendur í sex vikur og námskeiðið er haldið inn í kirkjunni. Öll hjartanlega velkomin! New course in baby hymns starts next week, on Tuesday 3rd of march at 11:30am – 12:15pm. The course lasts for sex weeks and the course… More Krílasálmar – Baby hymns

Jólakór í Hallgrímskirkju

Jólakór Hallgrímskirkju Langar þig að syngja inn jólin í Hallgrímskirkju? Kórinn er fyrir allan grunnskólaaldur. Það verða fjórar æfingar 9., 11., 18. des. og sameiginlega æfing með Mótettukórnum 20. des. Allar æfingar kl. 18-19. Kórinn mun syngja á aðfangadag kl. 18:00. Allir velkomnir í kórinn. Kórstjóri: Ragnheiður Bjarnadóttir.

Messa, barnastarf og markaður eftir messu sunnudaginn 17. nóvember

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti: Matthías Harðarson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Umsjón barnastarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Eftir messu verður markaður í Suðursal eftir messu. Allur ágóði markaðsins rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar til vatnsverkefna í Afríku. Fermingarbörn Hallgrímskirkju munu halda… More Messa, barnastarf og markaður eftir messu sunnudaginn 17. nóvember