Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 7. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er á sunnudagin kemur og hann er haldinn hátíðlegur á hverju ári fyrsta sunnudaginn í mars. Það er haldið upp á daginn í mörgum kirkjum landsins og á sunnudaginn verður fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Æskulýðsdagurinn minnir okkur á allt barna- og unglingastarf í kirkjunum. Fiðlunemendur Lilju Hjaltadóttur úr Allegro Suzuki tónlistarskólanum koma fram. Fermingarbörn… More Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 7. mars

Örkin og unglingar

Sóttvarnarreglur hafa breyst varðandi börn og ungmenni og er nú aftur leyfilegt að vera með æskulýðsstarf. Örkin og unglingar byrja aftur á mán. 11. jan. kl. 20-21:30 og verður starfið í kórkjallara kirkjunnar. Starfið er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk og er endurgjaldslaust. Fermingarfræðslan hefst sömuleiðis aftur með eðlilegum hætti og verður á miðvikudögum… More Örkin og unglingar

Börn í heimsókn

Á aðventunni 2020 komu barnahópar í heimsókn í Hallgrímskirkju og fengu að heyra söguna úr Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Hóparnir fengu leiðsögn um kirkjuna hjá Kristnýju Rós Gústafsdóttur sem sagði þeim frá kirkjunni og kirkjumunum. Björn Steinar Sólbergsson organisti sagði þeim frá orgelinu og spilaði fyrir þau og þau sungu með. Við gerðum… More Börn í heimsókn

Við kveikjum á englakertinu

Í dag er í 4. sunnudagur í aðventu og við kveikjum á englakertinu á aðventukransinum. Hér má sjá fjórða og síðasta þáttinn af Aðventustund barnanna sem er samstarfsverkefni nokkurra kirkna úr Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Í þættinum má sjá barnakórsöng, biblíusögu, föndur og fleira skemmtilegt og jólalegt.

Jólaratleikur Hallgrímskirkju 2020

Á sunnudaginn kemur 20. des., 4. í aðventu verður Jólaratleikur í kringum Hallgrímskirkju. Kjörin fjölskylduskemmtun á meðan við bíðum eftir jólunum. Ratleikurinn stendur yfir frá kl. 11-15 og kirkjan er opin á þeim tíma. Góða jólaskemmtun og gangi ykkur vel.