Hádegistónleikar fimmtudag 1. ágúst, kl. 12. Steinar Logi Helgason organisti leikur verk eftir Hafstein Þórólfsson. Hafsteinn Þórólfsson, Fjölnir Ólafsson og Örn Ýmir Arason syngja.

Hádegistónleikar Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju fimmtudag 1. ágúst kl. 12. Steinar Logi Helgason, organisti leikur verk eftir Hafstein Þórólfsson. Hafsteinn Þórólfsson, Fjölnir Ólafsson og Örn Ýmir Arason syngja. Miðaverð 2500 kr.     Steinar Logi (f.1990) lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Nýja Tónlistarskólanum hjá Jónasi Sen og í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Önnu Þorgrímsdóttur. Hann… More Hádegistónleikar fimmtudag 1. ágúst, kl. 12. Steinar Logi Helgason organisti leikur verk eftir Hafstein Þórólfsson. Hafsteinn Þórólfsson, Fjölnir Ólafsson og Örn Ýmir Arason syngja.

Isabelle Demers kanadísk orgelstjarna leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars helgina 27. og 28. júlí.

Isabelle Demers frá Kanada leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumar um helgina. Tónleikarnir eru laugardag 27. júlí kl. 12 og sunnudag 28. júlí kl. 17. Dr. Isabelle Demers er frá Quebec í Kanada og lauk doktorsnámi frá Juilliard School. Hún er orgelkennari og forstöðumaður orgeldeildarinnar við Baylor University í Texas. Hún er einnig fulltrúi Phillip Truckenbrod Concert… More Isabelle Demers kanadísk orgelstjarna leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars helgina 27. og 28. júlí.

Messa sunnudaginn 12. ágúst kl. 11

Messa kl. 11. Ellefti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Lexía: Jes 2.11-17. Pistill: Róm 3.21-26. Guðspjall: Lúk 18.9-14.

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina, en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap. Tónleikar Mótettukórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar verða sunnudaginn 4. desember kl. 17 og þriðjudaginn 6. desember kl. 20.    

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 1. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa, sögustund og ensk messa sunnudaginn 31. júlí

Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Rósa Árnadóttir hefur umsjón með sögustundinni. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu!  Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur.