Mikill samdráttur í rekstri Hallgrímskirkju

Fjárhagsleg innkoma og starfsemi Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum byggst að mestu leyti á tekjum af ferðamönnum sem heimsótt hafa kirkjuna. Í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur sú innkoma hrunið og óvíst hvenær úr rætist. Við þessar aðstæður hefur kirkjunni verið óhjákvæmilegt að ráðast í niðurskurð útgjalda, frestun framkvæmda, uppsagnir starfsfólks og breytingar á starfskjörum sem… More Mikill samdráttur í rekstri Hallgrímskirkju

Hádegismessur á miðvikudögum

    Miðvikudagsmessurnar hefjast aftur á morgun eftir hlé. Nú verða þær á nýjum tíma, í hádeginu og hefjast klukkan 12. Á morgun, miðvikudaginn 1. júlí, mun sr. Irma Sjöfn þjóna og Kristný Rós Gústafsdóttir flytja hugvekju. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Verið velkomin

Sunnudagurinn 28. júní í Hallgrímskirkju

Messa klukkan 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Messa á ensku klukkan 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Suðursal eftir messu.

Íslenskt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Björn Steinar Sólbergsson leikur á upphafstónleikum íslensks orgelsumars 2020 fimmtudaginn 25. júní kl. 12.30. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2020. Íslenskir organistar munu sjá til þess að Klais-orgel Hallgrímskirkju þagni ekki og á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum… More Íslenskt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Tónleikar og tilboð í turninn

Um sólarlagsbil Tónleikar og turn í Hallgrímskirkju Kammersönghópurinn Schola cantorum flytur áhrifarík kórverk í Hallgrímskirkju að aðfararkvöldi Jónsmessunætur þann 23. júní, kl 21:00. Á tónleikunum hljóma verk sem leiða áhorfendur í hljóðheim slökunar og núvitundar. Segja má að ljósið ríki í þessum verkum sem er viðeigandi á bjartasta tíma ársins, sumarsólstöðum. Hljómburður kirkjunnar er einstakur… More Tónleikar og tilboð í turninn

Messa sunnudaginn 21. júní kl. 11

2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og talar um samkvæmi og veisluklúður. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messukaffi í Suðursal að lokinni messu. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja

Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

  Hallgrímskirkja er opin kl. 12-18 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Kl. 12 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða bænastund og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Borgarblómin munu flytja sígildar dægurperlur kl. 15. Tónlistarhópurinn samanstendur af þremur klassískum tónlistarkonum, Mörtu Friðriksdóttur sópran, Ólínu Ákadóttur píanóleikara og Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur mezzo-sópran. Borgarblómin eru hluti af listhópum… More Bænastund, tónleikar, ratleikur og tilboð í turninn

Hvítasunnan í Hallgrímskirkju

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Kórstjóri er Hörður Áskelsson. Messuþjónar lesa lestra. Barnastarf í umsjón Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur. Messukaffi í Suðursal að guðsþjónustu lokinni.   Guðsþjónusta á annan í hvítasunnu kl. 11.00… More Hvítasunnan í Hallgrímskirkju