Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Tónleikar þeirra Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. ágúst kl. 17:00. Einungis 200 miðar eru í boði á tónleikanna, til þess að sóttvarnarskilyrðum sé fullnægt, og er miðaverð kr. 4500. Dagskrá tónleikanna verður ferðalag í tónum, 400 ára ferðalag frá Heinrich Ignaz Franz von Biber (1644), í gegnum… More Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu 1992. Á… More Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

Ályktun vegna tónlistarmála

Á fundi sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 var samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun.   Fundur sóknarnefndar Hallgrímskirkju 11. maí 2021 Ályktun vegna tónlistarmála Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða. Heiðurslaunasamningurinn hefði falið í sér starfsaðstöðu… More Ályktun vegna tónlistarmála

Athugasemd við tölvubréf til Listvina

Í tölvubréfi til Listvina 1. maí sl. segir Hörður Áskelsson (HÁ) kantor: „Forsvarsfólk Hallgrímskirkju hefur kosið að víkja mér úr starfi kantors Hallgrímskirkju með starfslokasamningi, sem ég get ekki annað en sætt mig við.“  Af þessu tilefni er rétt að taka fram að Hörður lagði sjálfur fram ósk um hreinan starfslokasamning, eftir að hafa hafnað… More Athugasemd við tölvubréf til Listvina

Tvennir tónleikar laugardaginn 24. apríl í Hallgrímskirkju

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari verða með tvenna tónleika í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14:00 og kl. 16:00. Hjörleifur Valsson ( 1970) fiðluleikari er í heimsókn á Íslandi þessa dagana en hann býr í Asker, rétt fyrir utan Ósló. Þar er hann sjálfstætt starfandi hljóðfæraleikari auk þess að kenna fiðluleik. Jónas Þórir… More Tvennir tónleikar laugardaginn 24. apríl í Hallgrímskirkju

Boðunardagur Maríu: Guðsþjónusta, tíðasöngur og tónleikar

Guðsþjónusta – Fyrirlestur – Tónleikar – Tíðasöngur Kl.11 Guðsþjónusta og barnastarf á boðunardegi Maríu Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf er í höndum Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur og Ragnheiður Bjarnadóttir. kl. 17.30 Tónleikar ´Suite du Deuxième ton´ eftir franska barokktónskáldið Louis-Nicolas… More Boðunardagur Maríu: Guðsþjónusta, tíðasöngur og tónleikar