Breyttur opnunartími

Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður kirkjan opin kl. 11 – 17.     Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20 manns í… More Breyttur opnunartími

Hugvekja í heimsfaraldri

Fordæmalausar aðstæður á föstutíma kirkjunnar. Smit og veikindi, sóttkví og einangrun. Ef við förum aftur um aldir þá getum við rifjað upp aðra göngu, Móse að leiða fólkið sitt frá Egyptalandi á Guðs vegum. Þar hittum við fyrir fólk sem leggur í eyðimerkurgöngu á erfiðum tímum. Óvissugöngu. Finnst okkur þessir dagar ekki vera hálfgerð eyðimerkurganga eða frekar óvissuganga?… More Hugvekja í heimsfaraldri

Líf og lokanir á tímum Covid-19

Líf og lokanir í Hallgrímskirkju Breytingar verða á helgihaldi, barnastarfi, fræðslu og öðru starfi Hallgrímskirkju næstu fjórar vikur í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda um samkomubann vegna Covid-19. Allt helgihald, fræðsla, barna- og unglingastarf fellur niður samkvæmt tilmælum frá biskupi. Það felur í sér að messur falla niður á sunnudögum og miðvikudagsmorgnum. Barna- og unglingastarfið fellur… More Líf og lokanir á tímum Covid-19

Kristný Rós ráðin til starfa

Kristný Rós Gústafsdóttir djákni hefur verið ráðin til starfa í Hallgrímskirkju og mun hún sjá um fræðslu- og fjölskylduþjónustu. Kristný Rós útskrifaðist árið 2010 úr guðfræðideild Háskóla Íslands sem djáknakandidat. Árið 2011 vígðist sem hún djákni til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls og tók við barna- og æskulýðsstarfi þar. Kristný Rós ólst upp í Snæfellsbæ. Kristný Rós… More Kristný Rós ráðin til starfa

Sr. Inga Harðardóttir kveður Hallgrímssókn

Það eru spennandi tímar framundan hjá sr. Ingu Harðardóttur fráfarandi æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju en hún heldur til Noregs nú um mánaðamótin til að þjóna sem sóknarprestur íslenska safnaðarins í Osló. Kveðjukaffi var haldið henni til heiðurs í Suðursal Hallgrímskirkju í gær þar sem hún var leyst út með gjöfum og hlýjum kveðjum. Inga hefur starfað í… More Sr. Inga Harðardóttir kveður Hallgrímssókn

Hátíðarguðsþjónusta á uppstigningardag

Hátíðarguðsþjónusta verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sumarsálmar sungnir og myndarlegt kaffi í Kórkjallara að guðsþjónustu lokinni. Allir velkomnir!

Vorhátíð í Hallgrímskirkju

Söngur, gleði og fjör einkenna vorhátíð í Hallgrímskirkju, sem hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Inga Harðardóttir leiða stundina. Helga Vilborg leikur undir með krílasálmahópnum. Karítas Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir söng. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Messuþjónar, starfsfólk barnastarfsins, börn og unglingar úr starfi Hallgrímskirkju aðstoða við… More Vorhátíð í Hallgrímskirkju

Messa og barnastarf sunnudaginn 12. maí kl. 11

Messa og barnastarf Þriðji sunnudagur eftir páska – sunnudagur 12. maí kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffisopi í Suðursal eftir messu.… More Messa og barnastarf sunnudaginn 12. maí kl. 11

Fyrirlestur á morgunfundi

Á þriðjudagsmorgnum eru starfsmannafundir í Hallgrímskirkju þar sem alla jafna er farið yfir það sem er efst á baugi í kirkjustarfinu hverju sinni. Í morgun brugðum við út af vananum og fengum Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur hjúkrunarfræðing til að fjalla um samskipti á morgunfundinum en hún er höfundur bókarinnar Samskiptaboðorðin. Aðalbjörg fjallaði meðal annars um samskiptaboðorðin… More Fyrirlestur á morgunfundi