Tónleikar með kór Clare College frá Cambridge

Hinn virti kór Clare College frá Cambridge, Bretlandi, er í heimsókn á Íslandi og heldur tónleika, undir stjórn Graham Ross, í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. september kl. 17. Kórinn er þekktur fyrir að vera einn fremsti háskólakór heims. Á efnisskránni eru verk eftir Sigurð Sævarsson, Finzi, Hjálmar H Ragnarsson, Byrd, Snorra S Birgisson, Boulanger, Tryggva Baldvinsson,… More Tónleikar með kór Clare College frá Cambridge

Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki

Nýstofnaður Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki. Kórreynsla æskileg. Raddprufur verða haldnar í lok ágúst en stefnt er að fyrstu æfingu í byrjun september. Æft verður á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og verður ein helgaræfing í mánuði að auki. Kórinn stefnir að fjölda spennandi verkefna m.a. tónleika, söngs við helgihald í Hallgrímskirkja og upptökur. Stjórnandi kórsins er… More Kór Hallgrímskirkju leitar að söngfólki

Kórstjóri ráðinn til Hallgrímskirkju

  Steinar Logi Helgason hefur verið ráðinn kórstjóri við Hallgrímskirkju. Starfið var auglýst til umsóknar nú í sumar og var sérstök matsnefnd skipuð til ráðgjafar við sóknarnefnd. Aðalverkefni kórstjórans er að byggja upp og stjórna nýjum Kór Hallgrímskirkju. Hann mun vinna í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og taka virkan þátt í helgihaldi… More Kórstjóri ráðinn til Hallgrímskirkju

Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Tónleikar þeirra Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. ágúst kl. 17:00. Einungis 200 miðar eru í boði á tónleikanna, til þess að sóttvarnarskilyrðum sé fullnægt, og er miðaverð kr. 4500. Dagskrá tónleikanna verður ferðalag í tónum, 400 ára ferðalag frá Heinrich Ignaz Franz von Biber (1644), í gegnum… More Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu 1992. Á… More Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

Ályktun vegna tónlistarmála

Á fundi sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 var samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun.   Fundur sóknarnefndar Hallgrímskirkju 11. maí 2021 Ályktun vegna tónlistarmála Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða. Heiðurslaunasamningurinn hefði falið í sér starfsaðstöðu… More Ályktun vegna tónlistarmála