Kvöldkirkjan kallar

Fimmtudagskvöldið 20. febrúar verður kvöldkirkja í Hallgrímskirkju. Kertaljós um alla kirkju lýsa í rökkrinu. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð eru flétta kvöldkirkjunnar. Ragnar Emilsson spilar á gítar og Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir og Grétar Einarsson íhuga. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21:30 og er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna… More Kvöldkirkjan kallar

Erna Kristín talar um líkamsvirðingu

Miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 12 mun Erna Kristín Stefánsdóttir tala um heilagleika líkamns, líkamsvirðingu og sjálfsmynd. Erna Kristín er guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Hún er höfundur bókarinnar Fullkomlega ófullkomin og stýrir facebooksíðunni Ernuland. Í hádeginu á miðvikudögum, 19. febrúar til 25. mars, verða samverustundir í Norðursal Hallgrímskirkju kl. 12- 12,45. Veitingar eru í… More Erna Kristín talar um líkamsvirðingu

Hvernig lestu Biblíuna?

Guði er ekki í hættu vegna rannsókna og fræða. En hins vegar geta góð fræði ógnað fordómum okkar og ýmsum ímyndunum okkar um Guð og merkingu trúar. Trú kristins manns beinist að Guði en ekki bók eða bókasafni Biblíunnar. Á Biblíudegi var rætt um hvernig við getum lesið Biblíuna og hvernig við ættum ekki að… More Hvernig lestu Biblíuna?

Biblíugleraugun og Biblíudagurinn

Sunnudagurinn 14. febrúar er Biblíudagurinn. Messa og barnastarfið hefjast kl. 11. Í prédikun verður rætt um hvernig við lesum Biblíuna og hvernig við ættum ekki að lesa hana! Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjonar er hópur 2. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og stjórnar hópi félaga úr Mótettukórnum. Rósa Árnadóttir og… More Biblíugleraugun og Biblíudagurinn

Opnað á Valentínusardegi

Vegna illviðris var Hallgrímskirkja lokuð föstudaginn 14. febrúar til kl 11. Turninn verður þó lokaður fram eftir degi eða þar til starfsfólk kirkjunnar telur öruggt að fara út að úsýnisgluggum.

Í kirkju

Sunnudagsmessa og barnastarf kl. 11 í Hallgrímskirkju. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Lakkríslax með sesam

Við buðum fermingarungmennum og fjölskyldum þeirra í kvöldmat miðvikudaginn 29. janúar. Fyrst var byrjað með fræðslu í Norðursalnum og svo var haldið í Suðursal til máltíðar. Samverunni lauk í kirkjunni. Og af því aðalrétturinn er góður og nokkur spurðu um uppskriftina er hún hér að neðan. Laxaflak bein- og roðflett og skorið í hæfileg stykki.… More Lakkríslax með sesam

Hallgrímskirkja í Singapore

Vinkona mín sendi mér mynd af sér fyrir framan eftirlíkingu af Hallgrímskirkju. Henni þótti greinilega gaman að hafa rambað á kirkjuna á óvæntum stað. Hún var í Gardens by the Bay í Singapore. Í þeim miklu garðahvelfingum hefur verið sett upp norræn jólasýning með táknmyndum Norðurlanda. Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands. Fyrir framan kirkjuna… More Hallgrímskirkja í Singapore

Stela framtíðinni

Hvernig verður framtíðin? Gjöful eða lokuð? Á gamlárskvöldi var aftansöngnum útvarpað á RÚV. Slóðin er að baki þessari smellu. Í prédikun fjallaði Sigurður Árni um framtíðarkvíða, opnun og lokun tímans, verk okkar manna og það hlutverk að bera ávöxt í lífi okkar. Ræðan er að baki þessari smellu.

+ 24 og sjón Guðs

Ég heyrði undursamlega sögu – fyrr í mánuðinum – hjá gleraugnasnillingnum, sem ég fer til þegar mig vantar spangir eða ný gler. Hann sagði mér, að hann hafi einu sinni verið kallaður til að útbúa gleraugu handa ungum dreng, sem var með svo brenglaða sjón, að hann hafði aldrei séð neitt nema í þoku. Í… More + 24 og sjón Guðs