Ofurhugar Íslands

París hefur sinn Eiffelturn, London Big Ben og Reykjavík Hallgrímskirkju. Þannig var Reykjavík uppteiknuð í ferðakynningu og tjáir hlutverk kirkjunnar í borgarlandslagi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja er orðin einkenni borgarinnar, lógó ferðamennskunnar. Auglýsingabransinn notar hana, sem bakgrunn til að staðfæra og sannfæra. Hallgrímskirkja teiknar sjóndeildarhring Reykjavíkur og Íslands. En svo hefur það nú ekki verið um aldir.… More Ofurhugar Íslands

Nunnur í Hallgrímskirkju

Þessi föngulegi hópur af nunnum kom í kirkjuna í morgun. Reyndar voru tveir karlar í hópnum og annar þeirra með yfirvaraskegg – en samt í nunnubúningi. Þau eru að dimittera, uppáklædd vegna þess að nú er tímum lokið í framhaldsskóla og stúdentsprófin eru framundan. Einn úr hópnum sagði upphátt: „Ég vissi ekki að þjóðkirkjan væri… More Nunnur í Hallgrímskirkju

Guðrún Eva Mínervudóttir um Biblíuna

Miðvikudagur 21. nóvember kl. 12 Hvaða minningar á Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Guðrún… More Guðrún Eva Mínervudóttir um Biblíuna

Velkomin í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja er fjölsótt. Margir koma að ljósberanum á hverjum degi, kyrra huga, biðja bænir og kveikja á bænaljósum. Hópur búddamunka kom síðdegis í kirkjuna. Þeir voru glaðir, ræddu við prestinn, munduðu myndavélar og vildu gjarnan kveikja á kertum. Hallgrímskirkja er opinn helgidómur, hlið himins og opinn öllum. Komið til mín sagði Jesús Kristur og Hallgrímskirkja… More Velkomin í Hallgrímskirkju

Gunnar, Haukur og unga fólkið

Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson, risar í tónlist Íslendinga, héldu sálarstyrkjandi og hjartavermandi tónleika í Suðursal Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. nóvember. Gunnar talaði um ýmsar víddir mennskunnar á milli laga. Haukur lék á píanó og Gunnar á sellóið sitt. Fjölmenni sótti þessa tónleika og mikil fagnaðarlæti urðu við tónleikalok. Þökk sé þeim Gunnari og Hauki. Á… More Gunnar, Haukur og unga fólkið

Sigríður Hjálmarsdóttir um Biblíuna

Hvaða minningar á Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Sigríður, sem er framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, er sjötta… More Sigríður Hjálmarsdóttir um Biblíuna

Nanna Hlín Halldórsdóttir um Biblíuna

Hvenær: Miðvikudagur 31. október kl. 12 Hvaða minningar á Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar.… More Nanna Hlín Halldórsdóttir um Biblíuna

Ástarsögur

Við segjum ástarsögu um Hallgrím og Guðríði og ástarsögu Guðs sem alltaf elskar. Og þó Hallgrímskirkja sé gott íhugunarhús fyrir borg, þjóð og heim er þó annað hús sem skiptir þig þó enn meira máli. Það ert þú sjálfur – þú sjálf. Þú ert raunar miðjan í ástarsögu Guðs og heimsins. Útvarpsmessan á vef Rúv.… More Ástarsögur

Gísli Sigurðsson um Biblíuna

Hvenær: Miðvikudagur 24. október kl. 12. Hvar: Hallgrímskirkja norðursalur. Hvaða minningar á Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um… More Gísli Sigurðsson um Biblíuna