Nr. 1

Ef einhver brýtur af sér eða verður fyrir stórkostlegu áfalli – hvað er þá hægt að gera? Hvernig á að bregðast við ef allt fer í rugl á heimilum? Hvað er hægt að gera þegar hrun verður í þjóðfélagi? Hvað er vænlegast ef kreppur trylla stórar hreyfingar eða félög? Hvað gerir þú þegar eitthvað mikið… More Nr. 1

Íslandsviðburður – heimsviðburður

Einstakur og sögulegur atburður verður í messunni 27. janúar í Hallgrímskirkju, Íslandsviðburður og jafnvel heimsviðburður. Átta systkini verða skírð í upphafi messu. Þar af eru fjögur þeirra fjórburar og tvö tvíburar. Þau eru öll bandarísk. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands til að skírast er að elsti bróðirinn var á ferð með foreldrum sínum… More Íslandsviðburður – heimsviðburður

Greta, Guð og blessunin

Hún er fimmtán ára gömul og vakti athygli Svía í haust. Í stað þess að fara í skólann á föstudögum fór hún í skólaverkfall. Hún fór að þinghúsinu í Stokkhólmi og mótmælti mengun jarðar og lofts. Hún heitir Greta Thunberg og skólaverkfallið hennar vakti svo mikla athygli, að henni var boðið til Katovice í desember… More Greta, Guð og blessunin

Nú árið er liðið …

Hvað eiga Guð og Greta Thunberg sameiginlegt? Blessun – og um hana verður rætt í prédikun nýársdags í Hallgrímskirkju. Hátíðarmessa á fyrsta degi ársins 2019 verður kl. 14. Prestar: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Hörður Áskelsson leikur á orgelið og stýrir söng Mótettukórs Hallgrímskirkju. Drottinn blessi þig og varðveiti þig á… More Nú árið er liðið …

Bullandi karlmennska

Karlmennskan var til umræðu í prédikun á þriðja sunnudegi í aðventu. Fjallað var um Jóhannes skírara, biblíuhugmyndir og verkefni nútímakarla. „Karl sem þjónn, karl sem siðferðisvera, karl sem vitringur, karl sem lítur á sig sem hlekk í keðju, hluta heildar og í þágu annarra. Það er karlaímynd Biblíunnar – og enginn ábyrgðarflótti.“ Hugleiðingin er að baki… More Bullandi karlmennska

Fyrsta skóflustungan 1945

Í dag, 14. desember, eru 73 ár frá því fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju. Sá merki viðburður vakti enga athygli og enginn fjölmiðill sendi fulltrúa sinn og því var hvergi greint frá tiltækinu og engin mynd var tekin. En kvenfélag Hallgrímskirkju lét sig það litlu varða og bakaði með gleði upp kapellu og turn… More Fyrsta skóflustungan 1945

Ofurhugar Íslands

París hefur sinn Eiffelturn, London Big Ben og Reykjavík Hallgrímskirkju. Þannig var Reykjavík uppteiknuð í ferðakynningu og tjáir hlutverk kirkjunnar í borgarlandslagi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja er orðin einkenni borgarinnar, lógó ferðamennskunnar. Auglýsingabransinn notar hana, sem bakgrunn til að staðfæra og sannfæra. Hallgrímskirkja teiknar sjóndeildarhring Reykjavíkur og Íslands. En svo hefur það nú ekki verið um aldir.… More Ofurhugar Íslands

Nunnur í Hallgrímskirkju

Þessi föngulegi hópur af nunnum kom í kirkjuna í morgun. Reyndar voru tveir karlar í hópnum og annar þeirra með yfirvaraskegg – en samt í nunnubúningi. Þau eru að dimittera, uppáklædd vegna þess að nú er tímum lokið í framhaldsskóla og stúdentsprófin eru framundan. Einn úr hópnum sagði upphátt: „Ég vissi ekki að þjóðkirkjan væri… More Nunnur í Hallgrímskirkju