Sigríður Jóna 1956 og Steinar Máni 2021

Steinar Máni Þrándarson sagði já á fermingardeginum sem var hvítasunnudagurinn, 23. maí. Í kirkjunni voru auk allra hinna fermingarungmennana fjölskyldur og söfnuður. Og meðal þeirra var langamma Steinars. Hún heitir Sigríður Jóna Clausen og fermdist í Hallgrímskirkju líka. Það var 65 árum fyrr, þ.e. árið 1956. Til hamingju Steinar Máni, Sigríður Jóna og fjölskylda. Við… More Sigríður Jóna 1956 og Steinar Máni 2021

Árdegisguðsþjónusta – samfélag

Miðvikudaginn 9. júní  kl. 10.30 verður árdegisguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Athugið breytta tímasetningu! Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Messuþjónar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið velkomin.

Bjössi og samherjar lífsins

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum… More Bjössi og samherjar lífsins

Já, sjómennskan …

Á sjómannadegi verður rætt um sjómennsku og þjónustu í guðsþjónustunni 6. júní kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Forsöngvarar:  Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Fjölnir Ólafsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Rósalind Gísladóttir, Salný Vala Óskarsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir guðsþjónustu verður kirkjukaffi í Suðursalanum. Verið velkomin. Textar sjómanndags skv. þriðju textaröð. Lexía: Sálmarnir… More Já, sjómennskan …

Þakkir við starfslok Harðar Áskelssonar

Í maílok urðu tímamót í Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson, kantor, lét af störfum sem organisti kirkjunnar. Hörður hefur gegnt þeirri stöðu frá því hann lauk námi í Þýskalandi árið 1982. Hann beitti sér, ásamt prestum, sóknarnefnd og velunnurum kirkjunnar, fyrir uppbyggingu safnaðarstarfs Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum og gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar… More Þakkir við starfslok Harðar Áskelssonar

Ensk guðsþjónusta kl. 14

30. maí kl 14 verður guðsþjónusta á ensku í Hallgrímskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason sér um athöfnina. Guðsþjónustur fyrir enskumælandi fólk eru á dagskrá kirkjunnar síðasta sunnudag í hverjum mánuði. Allir velkomnir.