
Sunnudagar og börnin
Alla sunnudaga kl. 11.00 er eitthvað í boði fyrir börnin. Á veturna er sunnudagaskóli en á sumrin er ávallt í boði leikföng, bangsar og bækur inn í kirkju. Á veturnar þegar barnastarfið er hefst starfið í sameiginlegri guðsþjónustu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum sínum í Norðursal til að eiga skemmtilega stund saman.
Við lok barnastundarinnar er alltaf boðið upp á barnaveitingar í messukaffinu og litlir fingur geta litað og föndrað á meðan pabbi, mamma, afi eða amma fá sér kaffi. Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í barnastarf Hallgrímskirkju!
Foreldramorgnar
Alla miðvikudagsmorgna ársins, líka yfir sumartímann, eru foreldramorgnar í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10-12. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Tilgangurinn er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Hallgrímssókn. Boðið er upp á hressingu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.
Æskulýðsfélagið Örkin
Æskulýðsstarfið Örkin og unglingar er á mánudagskvöldum kl. 20-21:30 í kórkjallara kirkjunnar. Á dagskránni eru leikir, sprell og ýmislegt skemmtilegt í samvinnu við unglingana. Kvöldið endar alltaf á bæn og hugvekju. Í október á hverju ári svo farið yfir helgi á unglingalandsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) ásamt öðrum unglingastörfum kirkjunnar. Allir unglingar velkomnir!