Fermingarfræðsla og ferming

IMG_8206

Ferming í Hallgrímskirkju 2019-2020! Skráning og val á fermingardögum

Spennandi tími er framundan í lífi fermingarungmenna. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir, siðferði og hamingju.

Fermingarfræðsla Hallgrímskirkju hefst með fundi eftir messu sunnudaginn 1. september 2019. Fermingarungmenni, foreldrar og forráðafólk eru boðin velkomin til kynningarfundar þar sem farið verður yfir helstu atriði vetrarins. Fermingarfræðslan verður svo á miðvikudögum kl. 15-16 og er fyrsti tíminn 4. september.

Kennt verður í litlum hópum, innan og utan kirkju og farið verður í vettvangsferðir. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á samtal, fræðslu, leik og upplifun.

Farin verður ævintýraleg ferð í Vatnaskóg  27. – 29. september.

Fermingardagur vorið 2020 er sunnudagurinn eftir páska 19. apríl.
Aðrir fermingardagar eru mögulegir í samráði við prestana.

Skráning er hafin á netinu HÉR

Nánari upplýsingar veita:

Nokkur þekkingaratriði: Kanntu þetta? Nokkrar stiklur sem fermingarungmenni kunna og skilja. Smellið hér.

Fermingarungmenni velja sér minnisvers fyrir fermingarathöfn. Þau mega velja sér það biblíuvers sem er þeim hugstæðast. Til að auðvelda þeim valið er hægt að nota lista minnisversa og að baki þessari smellu er einn slíkur listi.

cropped-17161649805_20e3ebccf6_o-3.jpg