Fermingarfræðsla og ferming

IMG_8206

Ferming í Hallgrímskirkju 2017-2018! Skráning og val á fermingardögum

Fermingarfræðsla Hallgrímskirkju hefst með fundi eftir messu sunnudaginn 3. september. Fermingarungmenni, foreldrar og forráðafólk eru boðinn velkomin til kynningarfundar með prestum og æskulýðsfulltrúa. Fermingarfræðslan verður svo á miðvikudögum kl. 15-16 frá 7. september til 9. nóvember á haustönn og frá 18. janúar til 29. mars á vorönn.

Kennt verður í litlum hópum, innan og utan kirkju og farið verður í vettvangsferðir. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hefðbundna fræðslu en einnig leik og upplifun.

Ræddar verða tilvistarspurningar eins og t.d.

 • Hver er ég?
 • Hefur lífið sérstakan tilgang?
 • Hvaða máli skiptir Jesús Kristur og kenningar hans?
 • Hvert er hlutverk kirkju og trúar í samtímanum?
 • Biblían verður rædd og ýmis verkefni leyst.
 • Kvikmyndir koma við sögu og farið verður í ljósmyndarallý.
 • Talað verður um meginatriði kristinnar trúar og menningararf okkar.

Lögð er áhersla á samvinnu við foreldra, forráðafólk og heimili fermingarungmenna.

Farin verður ævintýraleg sólarhringsferð í Vatnaskóg í október. Fermingarnámskeið Hallgrímskirkju er ætlað ungmennum í 8. bekk.

Fermingardagar vorið 2018

 • Annan í páskum 2. apríl kl. 11
 • Sunnudaginn 8. apríl kl. 11
 • Aðrir fermingardagar eru mögulegir! Ræðið við prestana.

Skráning hefst í júní 2017. Samtímis er skráð í námskeið og bókaður fermingardagur 2018. Hægt er að koma á skrifstofu kirkjunnar eða hringja í Margréti Bragadóttur s. 510 1000 sem skráir í námskeiðið. Netfang hennar er margret@hallgrimskirkja. Einnig er hægt að skrá í fermingarfræðslu og fermingardag á netinu. EYÐUBLAÐIÐ ER Á BAKVIÐ ÞESSARI SMELLU HÉR.

Spennandi tími er framundan í lífi fermingarungmenna. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir, siðferði og hamingju.

Nánari upplýsingar veita:

Nokkur þekkingaratriði:

Kanntu þetta? Nokkrar stiklur sem fermingarungmenni kunna og skilja.

Fermingarungmenni velja sér minnisvers fyrir fermingarathöfn. Þau mega velja sér það biblíuvers sem er þeim hugstæðast. Til að auðvelda þeim valið er hægt að nota lista minnisversa og að baki þessari smellu er einn slíkur listi.

 • cropped-17161649805_20e3ebccf6_o-3.jpg