Alla miðvikudagsmorgna ársins, líka yfir sumartímann, eru foreldramorgnar í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10-12. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Tilgangurinn er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Hallgrímssókn. Boðið er upp á hressingu.
Umsjón með foreldramorgnum hafa Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
Foreldramorgnar eru með hóp á facebook sem heitir: foreldramorgnar í Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja playgroup