Krílasálmar

TÓNLISTARSTUNDIR FYRIR LÍTIL KRÍLI OG KRÚTT

           

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra. Leiðbeinendur eru Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, píanókennari.

Þátttaka í Krílasálmum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig því aðeins takmarkaður fjöldi barna kemst að hverju sinni. Skráning og allar frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á kristny@hallgrimskirkja.is.

Krílasálmar eru með hóp á facebook sem heitir Krílasálmar í Hallgrímskirkju.

Krílasálmar hefjast aftur haust 2021.