Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er byrjaður aftur!

Sunnudagaskólinn er á sunnudögum kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Sunnudagaskólinn hefst í sameiginlegri guðsþjónustu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum sínum í kórkjallarann til að eiga skemmtilega stund saman.

Ýmislegt skemmtilegt er brallað í sunnudagaskólanum á hverjum sunnudegi, t.d. brúðuleikhús, leikir, fjársjóðsleit, bænir, biblíusaga og söngur.

Í lok stundar er alltaf föndrað eitthvað sem tengist sögu og boðskap dagsins. Eftir föndrið er svo boðið upp á grjónagraut fyrir litla munna í Suðursalnum í messukaffinu.

Öll börn eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.