Sunnudagaskólinn

Börnin bregða á leik í Hallgrímskirkju.
Börnin bregða á leik í Hallgrímskirkju.

Sunnudagaskólinn er á sunnudögum kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Sunnudagaskólinn hefst í sameiginlegri guðsþjónustu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum sínum í Suðursal til að eiga skemmtilega stund saman.

Við lok barnastundarinnar er alltaf boðið upp á barnaveitingar í messukaffinu og litlir fingur geta litað og föndrað á meðan pabbi, mamma, afi eða amma fá sér kaffi. Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í barnastarf Hallgrímskirkju!

Sunnudagaskólinn er núna komin í sumarfrí og hefst aftur í haust.