Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar

febrúar 6 @ 20:15 - 22:00 UTC+0

Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna tuttugu ára samstarfsafmæli með glæsilegum tónleikum í samvinnu við Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Í fyrri hluta tónleikanna munu Gunnar og Sigurður flytja eigin sálmaspunaútsetningar sem hafa komið út á fjórum geisladiskum þeirra og heyrst á fjölmörgum tónleikum undanfarna tvo áratugi. Hvor í sínu lagi hafa þeir félagar verið ötulir við að stækka sálmasjóð
þjóðarinnar, Sigurður með tónsmíðum en Gunnar með útsetningum. Í síðari hluta tónleikanna munu þeir flytja eigin verk ásamt Mótettukórnum en þar blandast saman á ófyrirsjáanlegan máta tónsmíðar,
útsetningar og spuni.

Aðgangur ókeypis.

Upplýsingar

Dagsetn:
febrúar 6
Tími
20:15 - 22:00 UTC+0
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , , ,

Skipuleggjandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Vefsíða:
http://listvinafelag.is

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
https://hallgrimskirkja.is