Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hátíðarhljómar við áramót 31. desember kl. 16 – ATH: Breyttur tími

31. desember, 2018 @ 16:00 - 17:00 UTC+0

Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel

Trompetleikararnir BALDVIN ODDSSON OG JÓHANN NARDEAU og BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, ( Tokkata og fúga í d-moll) Vivaldi o.fl. Þessir  tveir afburða ungu íslensku trompetleikarar koma frá New York og París til að færa okkur hátíðarstemmningu áramótanna í samleik við Klais- orgelið.

Þetta  er í 26. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Áramótastemmningin byrjar með hátíðarhljómum trompetanna og orgelsins enda njóta þessir tónleikar gríðarlegra vinsælda og hafa verið haldnir slíkir tónleikar fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992. Lúðraþytur og trumbursláttur hafa um aldir tengst hátíðum. Fyrirmyndir þess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn er lofaður með bumbum og málmgjöllum. Lúðraköll – fanfarar tengjast bæði konunglegum lífvörðum og herkvaðningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa þessi hljóðfæri meðal annars verið notuð þegar upprisu Krists er fagnað á páskum og með dýrðarsöng englanna á Betlehemsvöllum.

Flest verkin eiga uppruna sinn á barokktímabilinu.

Sjá nánar á LISTVINAFELAG.IS -JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2018

Miðaverð: 4.500 kr. Miðasala inn á MIDI.is og í Hallgrímskirkju milli kl. 9 – 16.30 alla daga og einnig í síma 5101000.

Upplýsingar

Dagsetn:
31. desember, 2018
Tími
16:00 - 17:00 UTC+0
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,

Skipuleggjandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Vefsíða:
http://listvinafelag.is

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
https://hallgrimskirkja.is