Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hátíðarhljómur við áramót 31. desember kl. 17

31. desember, 2015 @ 17:00 - 18:00 UTC+0

Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur.

 

Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleikari og Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. J.S. Bach ( Tokkata og fúga í d-moll) og Albinoni ( Adagio).

Þetta  er í 23. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Áramótastemmningin byrjar með hátíðarhljómum þeirra félaga, enda njóta þessir tónleikar gríðarlegra vinsælda og hafa þeir leikið fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992. Lúðraþytur og trumbursláttur hafa um aldir tengst hátíðum. Fyrirmyndir þess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn er lofaður með bumbum og málmgjöllum. Lúðraköll – fanfarar tengjast bæði konunglegum lífvörðum og herkvaðningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa þessi hljóðfæri meðal annars verið notuð þegar upprrisu Krists er fagnað á páskum og með dýrðarsöng englanna á Betlehemsvöllum.

Flest verkin eiga uppruna sinn á barokktímabilinu. Á efnisskránni eru fanfarar og hátíðleg tónlist. Meðal þeirra eru Forleikur að Te Deum eftir Charpentier (EBU lagið)  Björn Steinar leikur hina þekktu Tokkötu í d-moll eftir Bach. Þá má ekki gleyma hinu fræga Adagio eftir Albinoni sem Ítalinn Giazotto umritaði.

Hægt er að kaupa miða í Hallgrímskirkju í síma 5101000, við innganginn og inn á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
31. desember, 2015
Tími
17:00 - 18:00 UTC+0
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Vefsíða:
http://listvinafelag.is

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
https://hallgrimskirkja.is