Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Iveta Apkalna á orgeltónleikum 20. og 21. júní

20. júní, 2015 @ 12:00 - 21. júní, 2015 @ 18:00 UTC+0

Hin margverðlaunaða orgelstjarna Iveta Apkalna heldur tvenna tónleika 20. júní. kl. 12 og 21. júní kl. 17. Á tónleikunum blæs Apkalna nýju lífi í tónlist eftir A. Kalejs, C. Franck, J.S. Bach, Eschaich, Glass og Liszt. Frægð Ivetu byggir á ótrúlegri tækni, tónlistarlegri næmni og mikilli útgeislun sem gera tónleika hennar að hreinni upplifun. Iveta Apkalna er frá Lettlandi en býr í dag bæði í Riga og Berlín. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun, m.a. þýsku tónlistarverðlaunin Eccho árið 2005, auk fyrstu verðlauna í rússnesku Tariverdiev orgelkeppninni og Bach verðlaunanna í alþjóðlegu Royal Bank Calgary orgelkeppninni í Kanada.

Iveta hefur lagt metnað sinn í að færa orgeltónlistina inn í tónlistarhúsin og hefur leikið einleik í frægustu tónleikahúsum um allan heim.  Hún hefur einnig komið fram með mörgum sinfóníuhljómsveitum í heimsklassa undir stjórn Claudio Abbado, Mariss Jansons, Marek Janowski, Simone Young og Roman Kofman, svo einhverjir séu nefndir.

Tvö tækifæri eru til að upplifa tónleika Ivetu í Hallgrímskirkju, á hádegistónleikum laugardaginn 20. júní kl. 12 og á lengri og efnismeiri tónleikum sunnudaginn 21. júní kl. 17.

Miðaverð er 2000 kr á laugardaginn og 2500 kr á sunnudaginn. Miðasala fer fram við innganginn.

Upplýsingar

Byrja:
20. júní, 2015 @ 12:00 UTC+0
Enda:
21. júní, 2015 @ 18:00 UTC+0