Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Páll Haukur – Listamannaspjall

25. október, 2019 @ 17:00 - 18:00 UTC+0

Ósegjanleiki / An Unspeakable

Listamannaspjall – Páll Haukur í Hallgrímskirkju

föstudaginn 25. okt. 2019 kl. 17:00               

 

Föstudaginn 25. október 2019 kl. 17:00 býður Listvinafélag Hallgrímskirkju til listamannaspjalls í forkirkju Hallgrímskirkju í tengslum við sýningu Páls Hauks Ósegjanleiki /An Unspeakable. Páll Haukur mun ræða um sýninguna og svara fyrirspurnum gesta. Léttar veitingar verða í boði.

 Páll Haukur sýnir ný verk sem hann hefur gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. Í verkum sínum er hann að fást við myndbirtingar hins yfirskilvitlega og hvernig þær gera grein fyrir íverubundinni tilveru okkar og eru á ákveðinn hátt ábyrgar fyrir afmörkun menningar og náttúru.

Leikur að mörkum og skilgreiningum er iðja sem varpar fram spurningum um hið listræna sjálf ekki síður en um afurðir þess. Útkoman eru verk sem eru alls konar en þó með ákveðnu svipmóti. Ferill Páls Hauks spannar allt frá hinu ofur einfalda til hins ofur flókna, frá því sem mótast af nauðhyggju til þess sem er háð geðþótta, og blandar þessu tvennu oft saman með ófyrirséðum afleiðingum.

 

Páll Haukur stundaði nám í Listaháskóla Íslands og í California Institute of the Arts þar sem hann hlaut MFA-gráðu árið 2013. Í innsetningum hans er notast við teikningar, skúlptúr og gjörninga; þær hafa verið sýndar frá árinu 2008 á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann býr og starfar í Reykjavík.

Sýningin stendur til 24. nóvember 2019 og er opin alla daga kl. 9 – 17. 

listvinafelag.is

Upplýsingar

Dagsetn:
25. október, 2019
Tími
17:00 - 18:00 UTC+0
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Skipuleggjandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Vefsíða:
http://listvinafelag.is

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
https://hallgrimskirkja.is