Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Sorgin, samtal og kyrrð

20. nóvember, 2019 @ 17:00 - 18:00 UTC+0

Miðvikudagana 6., 13., 20. og 27. nóvember kl. 17.00 verða stundir í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Sorg, samtal og kyrrð“. Stutt inngangserindi verða í höndum presta sem hafa áralanga reynslu af starfi með syrgjendum. Prestarnir eru Sigurður Árni Þórðarson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Sigfús Kristjánsson, Sigrún Óskarsdóttir og Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir
Eftir erindin verður boðið til samtals þar sem hægt er að spyrja spurninga, deila reynslu eða þiggja góð ráð á ferðinni um veg sorgarinnar en fyrirlesararnir leiða samtalið.
Að lokum er boðið upp á að ganga inn í kirkjuna, hlýða á öríhugun við ljósbera kirkjunnar og tendra ljós í minningu þeirra sem látin eru.

Umsjón: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju.

Dagskráin
Miðvikudagur 6. nóvember
Sorgin – heilög jörð
Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestar í Hallgrímskirkju

Miðvikudagur 13. nóvember
Áföll, sorg, bjargráð og sköpun
Sr. Sigfús Kristjánsson prestur og verkefnastjóri á Biskupsstofu

Miðvikudagur 20. nóvember
Jólin koma. Koma jólin?   Sorg í nálægð jóla.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir prestur og starfsmaður Útfarastofu kirkjugarðanna.

Miðvikudagur 27. nóvember
Í nærveru dauðans
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur

Hefur þú misst einhvern sem var þér kær? EF svo er þekkir þú söknuð og sorg.
Sorgarferli er vegferð og samtalið og samveran í Hallgrímskirkju er tilboð um stað til að staldra við á þessari vegferð
þegar  við finnum aðventu og jól nálgast í vetrarmyrkrinu.

Upplýsingar

Dagsetn:
20. nóvember, 2019
Tími
17:00 - 18:00 UTC+0
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Skipuleggjandi

Prestar Hallgrímskirkju

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
https://hallgrimskirkja.is