Fjölskyldumessa kl. 11 í Hallgrímskirkju. Prestar kirkjunnar prédika og þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir undirspils orgels. Barnastarfið er í umsjá Kristnýju Rós Gústafsdóttur, verkefnastjóra- og djákna. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.
Laugardagur 21. desember kl. 17 Ókeypis aðgangur. Jólatónleikar með kórnum Mazowsze frá Póllandi.
Schola cantorum syngur inn jólin með hádegistónleikum. Nánari upplýsingar þegar nær dregur hér og inn á listvinafelag.is.
Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ungmenni úr æskulýðsfélaginu aðstoða. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir söng og flytur einnig helgileikinn Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Fiðluleikarar: Gréta Petrína Zimsen og Sigrún Ólafsdóttir. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barn borið til skírnar. Jólaball… More Fjölskylduguðþjónusta og jólaball sunnudaginn 22. desember kl. 11 – Fjórði sunnudagur í aðventu
Jólatónleikar með kórnum Mazowsze frá Póllandi. Laugardagur 21. desember kl. 17. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 12. Á vetrarsólstöðum flytur Schola cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum. Nýleg íslensk jólalög í bland við önnur vel þekkt, bæði íslensk og erlend munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Stráið salinn í útsetningu John Rutter, Hátíð fer að höndum… More HÁDEGISJÓLATÓNLEIKAR MEÐ SCHOLA CANTORUM