Alþjóðlegt orgelsumar

Tónleikar sunnudaginn 20. ágúst, kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti í Sanderbro kirkju í Horsens, Danmörku. Tónleikarnir eru í eina klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2500. Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Miðasala er einnig hjá midi.is.

Orgeltónleikar – Lára Bryndís Eggertsdóttir

LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR ORGANISTI VIÐ SØNDERBRO KIRKJU Í HORSENS, DANMÖRKU LEIKUR TÓNLIST EFTIR GADE, PÁL ÍSÓLFSSON, GRIEG, MENDELSSOHN OG WIDOR Þá er komið að síðustu orgeltónleikum sumarsins. Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó, og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu… More Orgeltónleikar – Lára Bryndís Eggertsdóttir

Alþjóðlegt orgelsumar

Tónleikar fimmtudaginn 17. ágúst, kl. 12 á hádegi. Sólveig Anna Aradóttir organisti leikur. Tónleikarnir eru í hálfa klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000. Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Miðasala er einnig hjá midi.is.

Orgeltónleikar fimmtudaginn 17. ágúst kl. 12

Sólveig Anna Aradóttir Tónlist eftir: N. Bruhns, J. Pachelbel, Jón Nordal Sólveig Anna Aradóttir stundaði píanónám hjá Nínu Margrétar Grímsdóttur. Hún ólst upp í barnakór hjá Þórunni Björnsdóttur og seinna hjá Þorgerði Ingólfsdóttur en syngur nú með Sönghópnum við Tjörnina. Sólveig útskrifaðist með kirkjutónlistarpróf frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Guðnýjar Einarsdóttur. Kórstjórnun nam hún hjá… More Orgeltónleikar fimmtudaginn 17. ágúst kl. 12

Hádegistónleikar Schola cantorum

SCHOLA CANTORUM HÁDEGISTÓNLEIKAR ALLA MIÐVIKUDAGA KL. 12 21. júní – 31. ágúst Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð,… More Hádegistónleikar Schola cantorum