Blár sunnudagur í Hallgrímskirkju – messa og barnastarf

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Tímabil sköpunarverksins: Blár sunnudagur – dagur vatns Sunnudaginn 22. september kl. 11 verður messa og barnastarf. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu. Í lok messu verður… More Blár sunnudagur í Hallgrímskirkju – messa og barnastarf

Hvenær byrjar sunnudagaskólinn?

Hauststarfið í Hallgrímskirkju hefst í byrjun september og sunnudagaskólinn líka. Sunnudaginn 1. september verður dagskrá fyrir börnin í Suðursalnum á messutíma. Messan hefst kl. 11 og börnin byrja í messunni í kirkjunni og fara svo til sinna starfa. Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir sjá um samveruna. Sunnudagaskólinn þennan fyrsta sunnudag í september verður í rólegri… More Hvenær byrjar sunnudagaskólinn?

Fermingarmessa og barnastarf 28. apríl kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og guðfræðingur flytur hugleiðingu. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. 15 fermingarungmenni verða fermd.  Verið velkomin.  Hérna fyrir neðan er hægt að nálgast messuskrána í tölvutækri útgáfu: 190428.Fermingarmessa

Kraftmikið safnaðarstarf 2019

Nýja árið kallar á öflugt safnaðarstarf. Hallgrímskirkja miðar að því að vera með starf fyrir alla aldurshópa og fastir liðir eru eins og hér segir: Hádegisbænir: Hefst aftur mánudaginn 7. janúar og er alla mánudaga kl. 12:15. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir og stundin er ávallt við Maríualtari inn í kirkju. Fyrirbænamessa/guðþjónusta: Hefst aftur þriðjudaginn 8. janúar… More Kraftmikið safnaðarstarf 2019

Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs

Það var eftirvæntning og pizzuilmur í lofti við messu sunnudagins í Hallgrímskirkju. Til fjölskyldumessu voru mætt fermingarbörn næsta árs, messuþjónar, starfsfólk í barnastarfi og margir aðrir, yngri og eldri. Æskulýðsleiðtogi kirkjunnar, Inga Harðardóttir flutti hugvekju og minnti okkur á upphaf skólastarfs, gleðina við skólastarfið og líka angur þeirra sem standa höllum fæti og kvíða skólastarfinu.… More Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs

Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

Annan sunnudag í aðventu, 6. desember nk. verður margt um að vera í tengslum við messu og barnastarf sunnudagsins kl. 11.00.  Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur syngja og leiða söng. Í messunni verður 7 ára börnum í Hallgrímssókn afhent að gjöf bókin „Jólin hans… More Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. nóvember kl. 11

Sunnudagurinn 15. nóvember er messa  11.00 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Í prédikun verður rætt um ást og ofbeldi og voðaverk í París og viðbrögð okkar. Messuþjónar aðstoða ásamt fermingarungmennum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng og orgelleik annast Steinar Logi Helgason. Inga Harðardóttir hefur umsjón með barnastarfinu og henni til aðstoðar… More Messa og barnastarf sunnudaginn 15. nóvember kl. 11

Kristniboðsdagurinn 8. nóvember kl. 11

Sunnudagurinn 8. nóvember er kristniboðsdagurinn í kirkjum landsins og mikið um dýrðir kl. 11.00  í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Leonard Ashford. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja í messunni og orgelleik annast Hörður Áskelsson. Inga Harðardóttir hefur umsjón með barnastarfinu og henni til aðstoðar eru Rósa Árnadóttir… More Kristniboðsdagurinn 8. nóvember kl. 11

Allra heilaga messa og barnastarf sunnudaginn 1. nóvember kl. 11

Allra heilaga messa kl. 11:00. Dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja í messunni og orgelleik annast Björn Steinar Sólbergsson. Kristín Friðriksdóttir syngur einsöng. Inga Harðardóttir hefur umsjón með barnastarfinu og hennar til aðstoðar eru Rósa Árnadóttir og Sólveig Anna Aradóttir. Í… More Allra heilaga messa og barnastarf sunnudaginn 1. nóvember kl. 11

Messa og barnastarf 18. október kl. 11

Sunnudaginn 18. október í Hallgrímskirkju kl. 11 mun dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða og félagar úr Mótettukórnum syngja. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Skírn. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjón Ingu Harðardóttur, Rósu Árnadóttur og Sólveigar Önnu Aradóttur. Kaffisopi eftir messu, verið hjartanlega… More Messa og barnastarf 18. október kl. 11