Föstudagurinn langi kl. 13 – 18 Heildarlestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Lesarar: Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Gestir eru hvattir til að taka sína eigin Passíusálma með sér í kirkjuna til að fylgjast… More Passíusálmar Hallgríms Péturssonar
Guðþjónusta kl. 11, föstudaginn langa 19. apríl Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Kvöldmessa – Getsemanestund kl. 20 Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Schola cantorum syngur. Organisti og stjórnandi Hörður Áskelsson. Að messu lokinni fer fram stutt athöfn, Getsemanestund. Lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Getsemane og að því loknu verða munir altarisins teknir af því en á meðan er… More Messa og Getsemanestund
Hér gefur að líta dagskrána í Hallgrímskirkju yfir hátíðarnar. Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju! Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna HÉR.
Pálmasunnudagur 14. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30. Hátíðarmessa kl. 11: Prestar Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt gestakórnum Alumni frá Clare College í Cambridge, Englandi. Stjórnandi Graham Ross. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi, og leiðtogar.… More Opnunartími yfir kyrruviku og páska
Páskabingó Kvenfélagsins laugardaginn 13. apríl kl. 13 í Suðursalnum. Nánari upplýsingar í auglýsingu.