Ástarsaga

„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er alls staðar og margvísleg. Ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. En hvað um Guð? Hallgrímur Pétursson var ofurpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir.… More Ástarsaga

Hvað meinti hann?

Á fræðslusamverum í Hallgrímskirkju í mars var rætt um erindi Passíusálma Hallgríms Péturssonar, uppbyggingu þeirra, tilgang, listfengi, barokk, málfar og ást. Guðríður Símonardóttir, kona skáldsins, kom líka við sögu. Þrjár hljóðskrár urðu til í þessum samverum og hafa verið birtar á kirkjuvarpi þjóðkirkjunnar. Rætt er við Steinunni B. Jóhannesdóttur, dr. Margréti Eggertsdóttur og að auki… More Hvað meinti hann?

Ástin í Passíusálmunum

Samdráttur Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er ein frægasti smellur Íslandssögunnar. En hvaða áhrif höfðu ástir þeirra og dramatísk saga þeirra á ljóðagerð höfundarins og efni Passíusálmanna? Steinunn B. Jóhannesdóttir, rithöfundur, hefur skrifað fjölda áhrifaríkra bóka, ritgerðir og leikrit um Guðríði og Hallgrím. Bækur Steinunnar hafa verið þýddar á mörg erlend tungumál. Þær hafa farið… More Ástin í Passíusálmunum

Mörður Árnason, íslenskufræðingur, talar um Passíusálmana

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum? Mörður Árnason, málfræðingur ræðir um Passíusálmana við fundarmenn og Sigurð Árna Þórðarson í hádeginu þriðjudaginn 16. mars kl. 12,15. Mörður er einn helsti Hallgrímssérfræðingur þjóðarinnar og skrifaði stórmerkar orðskýringar og… More Mörður Árnason, íslenskufræðingur, talar um Passíusálmana

Ástin í Passíusálmum: Guðríður, Hallgrímur og Steinunn

Ástarsaga Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er einn frægasti ástarsmellur Íslandssögunnar. Hvaða áhrif höfðu ástir þeirra á efni Passíusálmanna og ljóðagerð höfundarins? Steinunn B. Jóhannesdóttir þekkir manna best sögu Guðríðar og Hallgríms. Hún hefur skrifað áhrifaríkar bækur, leikrit og ritgerðir um þau. Steinunn segir frá og svarar spurningum um þetta fræga ástarpar Íslands í Hallgrímskirkju… More Ástin í Passíusálmum: Guðríður, Hallgrímur og Steinunn

Steinunn les og Hrafnkell spilar

Passíusálmar eru kjarnafæða fyrir andlegt líf og félagslega heill. Á rás 1 á RÚV les Steinunn Jóhannesdóttir passíusálmana eftir kvöldfréttir kl. 22. En svo les hún 19. passíusálm í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12. Á undan og eftir lestrinum leikur Hrafnkell Karlsson á orgelið. Svo verður Biblíufræðsla í Suðursal eftir Passíusálmalesturinn. Verið velkomin.