Guðsþjónusta, barnastarf og aðalfundur

Guðþjónusta og barnastarf verða í Hallgrímskirkju kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar aðstoða. Barnastarfið verður í kórkjallara. Stjórnendur: Ragnheiður Bjarnadóttir og Kristný Rós Gústafsdóttir. Aðalfundur Hallgrímskirkju verður haldinn í Suðursal að guðsþjónustu lokinni.

Messa 28. júní og sögustund fyrir börnin

Messa og sögustund sunnudaginn 28. júní kl. 11.00.  Í messunni kemur fram hópur söngvara frá Bretlandi sem hafa æft hér á landi undir stjórn Jeremy Jackman.  Hópurinn kallar sig RBS Europe Singers en strax að lokinni messu halda þau stutta tónleika í kirkjunni.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng og organisti er Hörður Áskelsson.  Eftirspil… More Messa 28. júní og sögustund fyrir börnin