Síðustu hádegistónleikar Schola cantorum

SCHOLA CANTORUM HÁDEGISTÓNLEIKAR ALLA MIÐVIKUDAGA KL. 12 21. júní – 31. ágúst Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð,… More Síðustu hádegistónleikar Schola cantorum

Alþjóðlegt orgelsumar

Tónleikar sunnudaginn 20. ágúst, kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti í Sanderbro kirkju í Horsens, Danmörku. Tónleikarnir eru í eina klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2500. Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Miðasala er einnig hjá midi.is.

Orgeltónleikar – Lára Bryndís Eggertsdóttir

LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR ORGANISTI VIÐ SØNDERBRO KIRKJU Í HORSENS, DANMÖRKU LEIKUR TÓNLIST EFTIR GADE, PÁL ÍSÓLFSSON, GRIEG, MENDELSSOHN OG WIDOR Þá er komið að síðustu orgeltónleikum sumarsins. Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó, og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu… More Orgeltónleikar – Lára Bryndís Eggertsdóttir

Alþjóðlegt orgelsumar

Tónleikar fimmtudaginn 17. ágúst, kl. 12 á hádegi. Sólveig Anna Aradóttir organisti leikur. Tónleikarnir eru í hálfa klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000. Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Miðasala er einnig hjá midi.is.