Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2018
Dagana 1. – 31. desember er jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju. Mikið um dýrðir og hér gætir að líta plaggat um hátíðina. Nánari upplýsingar inn á listvinafelag.is.
Dagana 1. – 31. desember er jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju. Mikið um dýrðir og hér gætir að líta plaggat um hátíðina. Nánari upplýsingar inn á listvinafelag.is.
Klais orgel Hallgrímskirkju var vígt 13. desember 1992 og hefur sú skemmtilega hefð skapast að halda jólatónleika með orgelinu kringum vígsluafmælisdag orgelsins. Í ár er boðið upp á jólaorgeltónleika sunnudaginn 16. desember kl. 17 með Láru Bryndísi Eggertsdóttur, organista Hjallakirkju í Kópavogi, en hún er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára dvöl í… More Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 1.-31. des. 2018.
Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 15. desember klukkan 12.00. Tónleikarnir eru aðrir í röð þriggja hádegistónleika kórsins á föstudögum í desember. Á efnisskránni eru ýmsir vinsælir aðventu- og jólasöngvar, m.a. ný útsetning eftir Auði Guðjohnsen kórfélaga á Hátíð fer að höndum ein. Einsöngvarar eru úr röðum kórsins og föstudaginn 8. des. eru það Guðmundur Vignir Karlsson tenór, sem syngur einsöng í Betlehemsstjörnunni eftir Áskel… More Hádegisjól með Schola cantorum
Á föstudögum á aðventunni mun kammerkórinn Schola cantorum flytja fagra aðventu -og jólasöngva. Í dag, 1. desember verða hádegisjól kl. 12 – 12.30. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðaverð: 2500 kr. Miðasala hefst klukkustund fyrir tónleika.