Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Frá og með 17. september verða kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju á fimmtudögum kl. 12. Prestar kirkjunnar íhuga og stýra bænagerð í upphafi stundarinnar. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson gegnir prestsþjónustunni. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju. Föstudaginn 18. september verður fyrirbænastund við ljósberann í kirkjunni. Hefst stundin kl.… More Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Líflegt safnaðarstarf á nýju ári!

Allir velkomnir! Hádegisbænir: Hófust aftur mánudaginn 6. janúar og er alla mánudaga kl. 12:15. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir og stundin er ávallt við Maríualtari inn í kirkju. Fyrirbænamessa/guðþjónusta: …Er byrjað aftur. Er á þriðjudögum milli kl. 10.30 – 11:30. Samverurnar eru í kórkjallara. Árdegismessa: Alla miðvikudaga í kór kirkjunnar kl. 8. Morgunmatur eftir messu. Kyrrðarstundir: Hefjast aftur fimmtudaginn 16. janúar… More Líflegt safnaðarstarf á nýju ári!

Kraftmikið safnaðarstarf 2019

Nýja árið kallar á öflugt safnaðarstarf. Hallgrímskirkja miðar að því að vera með starf fyrir alla aldurshópa og fastir liðir eru eins og hér segir: Hádegisbænir: Hefst aftur mánudaginn 7. janúar og er alla mánudaga kl. 12:15. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir og stundin er ávallt við Maríualtari inn í kirkju. Fyrirbænamessa/guðþjónusta: Hefst aftur þriðjudaginn 8. janúar… More Kraftmikið safnaðarstarf 2019

Kyrrðarstund á fimmtudögum

Fimmtudaginn 5. október kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstundir byrja aftur

Stundin er runninn upp eftir langa bið vegna framkvæmda í Suðursal. Hinar sívinsælu kyrrðarstundir í hádeginu byrja aftur á morgun, fimmtudaginn 28. september kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir hugleiðinguna á fyrstu kyrrðarstundinni og organisti er Hörður Áskelsson. Stundin er í hálftíma en eftir hana ætlum við að kíkja inn í hinn nýmálaða Suðursal… More Kyrrðarstundir byrja aftur

Kyrrðarstund á fimmtudögum

Kyrrðarstundirnar halda áfram í vetur og eru á fimmtudögum kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu með bæn. Prestur er sr. Sigurður Árni Þórðarson og organsti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!