Orgeltónleikar Tómasar Guðna

Á orgeltóleikunum 30. júlí leikur Tómas Guðni Eggertsson á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12,30 og aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og börn yngri en 16 ára. Hádegisbænir eru á undan tónleikunum kl. 12-12,15. Og hvað verður svo spilað á tónleikunum? Í viðtali við við Tómas Guðna á… More Orgeltónleikar Tómasar Guðna

Fæðing frelsarans – orgeltónleikar – Björn Steinar Sólbergsson

Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar sunnudaginn, 27 desember, kl. 17. Flutt verður hið magnaða La Nativité du seigneur eða Fæðing frelsarans – Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um er að ræða eitt frægasta orgelverk allra tíma, dulúðugt og áhrifamikið. Lesari á tónleikunum er Atli Freyr Steinþórsson. Aðgangseyrir er kr. 2500 og… More Fæðing frelsarans – orgeltónleikar – Björn Steinar Sólbergsson

János Kristófi leikur á tónleikum helgarinnar

Á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars laugardaginn 25. júlí og sunnudaginn 26. júlí leikur rúmenski orgelleikarinn Janós Kristófi. Tónleikarnir á laugardeginum hefjast kl. 12.00 og kosta 2000 kr. Sunnudagstónleikarnir hefjast kl. 17.00 og kosta 2500 en miðar eru seldir við innganginn. Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá frítt inn á alla tónleika Alþjóðlegs orgelsumars.