Passíusálmar í hádeginu

Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari Íslendinga í þrjár aldir. Hann hefur jafnvel verið kallaður fimmti guðspjallamaðurinn. Passíusálmarnir sem hann samdi hafa verið sungnir og lesnir á föstutímanum fyrir páska. Af því sálmarnir voru fyrir lifendur voru þeir gjarnan lagðir á brjóst látinna. Þeir voru Íslandsguðspjall. Eiga þessir sálmar enn erindi? Já, ef í þeim býr máttur… More Passíusálmar í hádeginu

Passíusálmar kl. 12

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir á föstunni, t.d. á rás 1 á RÚV, í kirkjum og í heimahúsum. Í Hallgrímskirkju verða sálmarnir lesnir á þessari föstu í hádeginu kl. 12 alla daga nema á laugardögum og þriðjudögum. Passíusálmarnir hafa um aldir verið notaðir af Íslendingum til íhugunar á merkingu krossferils Krists og inntaki mannlífs.… More Passíusálmar kl. 12

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Heildarlestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Gestir eru hvattir til að taka sína eigin Passíusálma með sér í kirkjuna til að fylgjast með lestrinum. Lesari: Sigurður Skúlason leikari. Umsjón: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Aðgangur ókeypis.