Söngvahátíð barnanna á sumardaginn fyrsta

Söngvahátíð barnanna, þar sem barnakórar margra kirkna á höfuðborgarsvæðinu koma saman í Hallgrímskirkju og syngja fjölbreytta kirkjusöngva við undirleik hljóðfæraleikara, hefur lengi verið gleðilegur viðburður á dagskrá Listvinafélagsins. Dagskráin er í samvinnu við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Margréti Bóasdóttur, og verður nánar auglýst síðar. Aðgangur ókeypis.

Söngvahátíð barnanna á Skírdag kl. 14

SÖNGVAHÁTIÐ BARNANNA Í HALLGRÍMSKIRKJU Á SKÍRDAG 13. APRÍL KL. 14.00 (ATH. BREYTTAN TÍMA)   UM 100 börn og unglingar úr 7 barna- og unglingakórum flytja fjölbreytta efnisskrá við undirleik úrvals jazzhljóðfæraleikara, en þeir eru Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk, en Björn Steinar Sólbergsson leikur einnig með á orgel, m.a. í Slá þú hjartans hörpustrengi.  … More Söngvahátíð barnanna á Skírdag kl. 14