Gleðilegt sumar

Prédikun Kristnýjar Rósar djákna í útvarpsguðsþjónustu í Hallgrímskirkju Sumardaginn fyrsta 23. apríl 2020: Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Blessandi hendur Krists Lyftist yfir oss öll. Blessandi hendur Krists Helgi kirkjuna hans Blessandi hendur Krists Gefi heiminum líf og frið Amen. Gleðilegt sumar! Það boðar gott… More Gleðilegt sumar

Söngvahátíð barnanna á sumardaginn fyrsta

Söngvahátíð barnanna, þar sem barnakórar margra kirkna á höfuðborgarsvæðinu koma saman í Hallgrímskirkju og syngja fjölbreytta kirkjusöngva við undirleik hljóðfæraleikara, hefur lengi verið gleðilegur viðburður á dagskrá Listvinafélagsins. Dagskráin er í samvinnu við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Margréti Bóasdóttur, og verður nánar auglýst síðar. Aðgangur ókeypis.

Skátamessa á Sumardaginn fyrsta kl. 11 – Útvarpsmessa

Á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl er skátamessa í Hallgrímskirkju kl. 11 sem verður einnig útvarpsmessa. Þar munu félagar úr Skátasambandi Reykjavíkur og prestar kirkjunnar þjóna í sameiningu. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Ræðumaður er Hrönn Pétursdóttir, mótstjóri World Scouts Moot 2017. Skátakórinn syngur og stjórnandi er Alda Ingibergsdóttir. Organisti og píanóleikari er Aðalheiður… More Skátamessa á Sumardaginn fyrsta kl. 11 – Útvarpsmessa