Sigurjón Árni Eyjólfsson: Augljóst en hulið

Kirkjur setja sterkan svip á borgir og bæi og fegurð þeirra hrífur marga. Hvernig á að skilja og túlka kirkjuhúsin og merkingu þeirra? Af hverju er skírnarfontur og prédikunarstóll nærri altarinu? Kirkjur er eins og texti sem þarf að lesa, skilja, skýra og túlka. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um táknfræði kirkjuhúsa og gengur… More Sigurjón Árni Eyjólfsson: Augljóst en hulið

Sá sem trúir og skírist …

Sunnudagsmessan kl. 11. Á glæsilegum skírnarfonti Hallgrímskirkju, sem er verk Leifs Breiðfjörð, standa orð um trú og skírn. Orðin eru úr Markúsarguðspjalli og eru guðspjallstexti 11. júlí. Í prédikun í messunni í Hallgrímskirkju verður því rætt um trú og skírn. Prestur: Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Söngvarar: Marteinn Snævarr Sigurðsson,… More Sá sem trúir og skírist …

Júlía og jurtirnar

Í dag mun ég skíra stúlku sem býr í húsinu í grænmetisgarðinum hennar mömmu við Tómasarhaga í Reykjavík. Garðurinn var gróðurvin hverfisins frá miðri tuttugustu öld og frægur fyrir gæðakál, ofurrófur og gulrætur sem krakkarnir í nágrenninu laumuðust í. Mamma skammaðist ekki yfir rófnastuldi heldur taldi þvert á móti mikilvægt að koma vítamíni í ungviðið.… More Júlía og jurtirnar

Ég elska þig

Fæðingarfrásaga Jesú Krists er helgisaga sem er lesin um alla heimsbyggðina á jólum. Sagan er upphafin, litrík og ævintýraleg, saga um hirða, engla og ungt par á ferð og í miklum vandræðum. Hvernig á að skilja eða túlka þessa sögu? Á hún erindi við nútímafólk? Það er engin ástæða til að taka skynsemi, gagnrýna hugsun… More Ég elska þig

Hvenær endar þetta eiginlega?

Fólk er orðið þreytt á faraldrinum. Bylgjan nú er mörgum þungbærari en í vor. Ekki sér til enda farsóttarinnar. Veiran hemur samfélag manna. Þreyta fólks, ótti og leiði hefur nafn; fararsóttarþreyta. Sú þreyta er jafnvel í veldisvexti. Þegar álag vex og ekki sér út úr kófinu verður styttra í kviku fólks. Samfélagsstreitan vex og ósætti… More Hvenær endar þetta eiginlega?

Möguleikar í plágunni

Hvað um covid19? Getum við brugðist við plágum og kreppum sem viðfangsefnum til að læra af og eflast? Hvort látum við vanda og erfiðleika fylla tilveru okkar eða lítum í frelsi á hvert mál sem viðfangsefni til eflingar? Íhugun dagsins er að baki þessari smellu.