Þriðjudagsfundur um vatn fellur niður
Hertar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa áhrif á kirkjulífið. Fræðsluerindi Sigurðar Árna Þórðarsonar um vatn, sem vera átti í hádeginu 6. október, fellur niður.
Hertar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa áhrif á kirkjulífið. Fræðsluerindi Sigurðar Árna Þórðarsonar um vatn, sem vera átti í hádeginu 6. október, fellur niður.
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með fjölskyldu minni í Austur-Afríku. Í Eþíópíu og Keníu sá ég margar konur á ferð með vatnsbrúsa á höfðum. Margar þurftu að ganga langa leið og burðast með mikið vatn. Ef konurnar voru einhleypar þurftu þær ekki að fara nema eina ferð á dag en ef þær áttu… More Samtal um vatn: Konan og Kristur
Framsaga SÁÞ í Hallgrímskirkju 15. september, 2020. Hljóðskrá er að baki þessari smellu. Af hverju að tala um vatn í kirkju? Hefur vatn eitthvað með trú að gera? Af hverju ætti prestur að tala um vatn? Eigum við ekki að láta stjórnmála- og vísindamennina ákveða nýtingu vatns? Jú, þeir eiga að koma að málum. En… More Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikaði í Hallgrímskirkju 13. september 2020. Hér má lesa prédikun hans sem var útlegging á Esekíel 47.8-9. „Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa.” Í okkar íslenska samhengi kemur manni kannski fyrst í hug, þegar talað er um vatn, að það… More Hreinsun
Allt líf þarfnast vatns. Vatnsvernd er stórmál í nútímanum. Hver á vatnið og hver ætti að eiga vatnið? Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á fjórum þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Tímabil sköpunarverksins í Hallgrímskirkju verður 13. september til 11. október. Prestarnir munu prédika… More Vatnið – þriðjudagshádegi kl. 12,05
Sjómannadagur og kirkjulistahátíð eru góðar systur, sem faðmast og halda hátíð í dag í þessari kirkju. Sjómennskan er í okkur öllum og sjávarsaltið er í blóði okkar. „Föðurland vort hálft er hafið“ segir í gömlum sálmi.Við erum komin af sjósóknurum og bændum. Við erum börn náttúrunnar. En ekki aðeins það, við Íslendingar höfum séð hið… More Er Guð vatnssósa? Blaut og breytt kristni.