Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11.00

Þrenningin, útskýring á henni er flókin, eitthvað sem er eitt en þó þrennt. Gæti útskýring á henni hljómað þannig: Hinn þríeini Guð er eins og vatn – sem getur bæði verið gufa, vökvi og ís,  þrír fasar en samt eitt efni.   Leyndardómar þrenningarinnar eru prédikunarefni og viðfangsefni sálmanna sem við syngjum við guðsþjónustu á þrenningardegi,… More Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11.00

Hjörð og hirðir

Árstíð vorsins, sætsúr þefur úr varnarlausri jörðinni.  Ekkert sem skýlir nekt hennar þar til grasið fer að grænka og hylja, tré að laufgast og sólin að ylja.   Í vorinu heyrist brátt skríkjandi fuglasöngur og tímans tákn er lamb sem lítur dagsins ljós, ótal líf í heiminn borinn og okkur þykir þetta allt svo merkilegt –… More Hjörð og hirðir

Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Á  morgun, þriðjudag kl. 12.15, fjallar Irma Sjöfn Óskarsdóttir um Maríu í fyrirlestri um baráttukonur í Biblíunni í Suðursal Hallgrímskirkju. Yfirskrift fyrirlestursins er “María, unglingurinn sem breytti heiminum”   Þar verður fjallað um sögu Maríu eða Mirjam, ungu konunnar sem sagði já við jái Guðs og varð móðir Jesú Krists. Hver var hún og er ?  Hvaða hlutverki… More Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

“..og ég vil líkjast Rut”

Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12.05 halda áfram fræðslufyrirlestrar í Hallgrímskirkju um baráttukonur í Biblíunni.  Þá verður fjallað um Rut sem sagt er frá í samnefndu riti í Biblíunni. Biblían segir okkur hetjusögur, átakasögur og hversdagssögur úr lífi ótal kvenna og Rutarbók í Gamla testamentinu segir eina slíka. Rut var vafalaust “sönn og góð” eins og… More “..og ég vil líkjast Rut”