Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

Á þriðjudögum í október eru í Hallgrímskirkju fræðsluerindi í hádeginu um guðfræði og átrúnað. Þriðjudaginn 19. október lýkur dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson upp Jesajabók Gamla testamentisins og m.a. segir frá þakkarsálmi Hiskía konungs í 38. kafla spádómsbókarinnar. Dr. Jón Ásgeir segir frá kenningum sínum um sálminn, en hann skrifaði doktorsritgerð sína um hann. Jón Ásgeir er… More Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

Orð skapa veruleika

Sr. Aldís Rut Gunnarsdóttir flytur hádegiserindi þriðjudaginn 12. október um orð sem skapa veruleika. Hvernig er hægt að tala um og við Guð? Hvað eru bænir? Hver eru mörk tungumáls og málsnið í trúartúlkun nútímasamfélags? Guðsmynd okkar, skiptir hún máli? Um þetta efni skrifaði sr. Aldís Rut meistaraprófsritgerð sína og ræðir í þriðjudagserindinu. Aldís Rut er… More Orð skapa veruleika

Hvað er að gerast í guðfræðinni?

Á þriðjudagsfundum í október verða fræðslufundir á vegum Hallgrímskirkju um guðfræði og trúarbragðafræði. Fundirnir verða í Suðursal Hallgrímskirkju. Athugið að þeir hefjast kl. 12,07. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun reyndar á fyrsta fundinum líka ganga um kirkjuskipið, benda á kirkjutáknin og ræða um þau. Prestar kirkjunnar stýra fundum. Allir velkomnir. 5. október Sigurjón Árni Eyjólfsson:… More Hvað er að gerast í guðfræðinni?

Ástin í Passíusálmunum

Dr. Margrét Eggertsdóttir er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í verkum Hallgríms Péturssonar. Þriðjudaginn 23. mars kl. 12,15 mun hún tala um Passíusálma og ástina í kveðskap Hallgríms. Fundurinn verður í Suðursal Hallgrímskirkju. Allir velkomnir.

Ástin í Passíusálmunum

Samdráttur Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er ein frægasti smellur Íslandssögunnar. En hvaða áhrif höfðu ástir þeirra og dramatísk saga þeirra á ljóðagerð höfundarins og efni Passíusálmanna? Steinunn B. Jóhannesdóttir, rithöfundur, hefur skrifað fjölda áhrifaríkra bóka, ritgerðir og leikrit um Guðríði og Hallgrím. Bækur Steinunnar hafa verið þýddar á mörg erlend tungumál. Þær hafa farið… More Ástin í Passíusálmunum