Hátíðarmessa og 35 ár Hallgrímskirkju

Vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst í messunni 24. október. 35 ár eru liðin frá því kirkjan var vígð. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Nýr Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfi stjórnar Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, og Ragnheiður Bjarnadóttir.

Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

Á þriðjudögum í október eru í Hallgrímskirkju fræðsluerindi í hádeginu um guðfræði og átrúnað. Þriðjudaginn 19. október lýkur dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson upp Jesajabók Gamla testamentisins og m.a. segir frá þakkarsálmi Hiskía konungs í 38. kafla spádómsbókarinnar. Dr. Jón Ásgeir segir frá kenningum sínum um sálminn, en hann skrifaði doktorsritgerð sína um hann. Jón Ásgeir er… More Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

Messa 17. október kl.11:00

Tuttugasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa 17. október 2021 kl. 11 Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Steinar Logi Helgason. Forsöngvarar Guja Sandholt, Þorkell H. Sigfússon, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Hugi Jónsson, Einsöngur: Margrét Björk Daðadóttir Barnarstarf í kórkjallara: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir Samskot eru nú aftur tekin upp.… More Messa 17. október kl.11:00

Fyrsta guðsþjónustan í þaklausri kirkju

Margir dagar ársins tengjast stórviðburðum í sögu kirkjunnar. 14. október er einn þessara daga. Þann dag árið 1962 var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Á þessum degi, 14. október árið 1962, var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Til þess tíma og raunar til 1974 var messað í kór kirkjunnar. Á árinu 1962 hafði… More Fyrsta guðsþjónustan í þaklausri kirkju

Orð skapa veruleika

Sr. Aldís Rut Gunnarsdóttir flytur hádegiserindi þriðjudaginn 12. október um orð sem skapa veruleika. Hvernig er hægt að tala um og við Guð? Hvað eru bænir? Hver eru mörk tungumáls og málsnið í trúartúlkun nútímasamfélags? Guðsmynd okkar, skiptir hún máli? Um þetta efni skrifaði sr. Aldís Rut meistaraprófsritgerð sína og ræðir í þriðjudagserindinu. Aldís Rut er… More Orð skapa veruleika

Bleik fjölskylduguðsþjónusta 10. okt.

Á sunnudaginn kemur, 10. okt. kl. 11 verður Bleik fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í tilefni af bleikum október. Sr. Sigurður Árni og Kristný Rós djákni leiða þjónustuna. Björn Steinar spilar á orgelið og verður einnig með skemmtilega kynningu á Klais orgelinu eftir stundina fyrir alla kirkjugesti. Söngur, brúðuleikhús, hugvekja, bænir og blessun. Við hvetjum þau sem… More Bleik fjölskylduguðsþjónusta 10. okt.