Kór Clare College í messunni 19. september

Barnastarf og messan í Hallgrímskirkju byrja kl. 11 í kirkjunni. Í prédikun verður rætt um sögupersónuna Lasarus og nútíma-lasarusa. Séra Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organistar eru Björn Steinar Sólbergsson, George Gillow og Samuel Jones. Kór Clare College í Cambridge syngur undir stjórn Graham Ross. Barnarstarf: Ragnheiður Bjarnadóttir og María Halldórsdóttir í kórkjallara. Forspil –… More Kór Clare College í messunni 19. september

Messa á miðvikudegi

Miðvikudaginn 8. september verður messa kl. 10.30 í Hallgrímskirkju eins og alla aðra miðvikudaga. Hópur messuþjóna og prestar kirkjunnar þjóna við helgihald. Eftir messu verða veitingar fram bornar í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Fegurst í heimi

Smekkur Guðs! Og hvað er fallegt? Frá sjónarhóli Guðs er fegurðin meira en bara ásýndarmál. Við þurfum að temja okkur trúarsnúning til að skerpa smekk, augu, skynjun, tengsl og túlkun. Hver er smekkur Guðs? Sigurður Árni ræddi um fegurð, smekk og Guðsafstöðu á aðalfundardegi Hallgrímssafnaðar 5. september. Íhugunin er að baki þessari smellu.

Augu og Árórur

Blinda og sjón eru stef í guðspjalli sunnudagsins 22. ágúst. Hvernig horfum við? Hvað er mikilvægt að sjá? Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11.00. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kvennakórinn Aurora syngur. Stjórnandi Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Forspil Johann Sebastian Bach – Wo soll ich fliehen hin BWV 646… More Augu og Árórur

Stefnumót við Guð

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00 sunnudaginn 15. ágúst. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og hópur forsöngvara leiðir söng. Eftir prédikun syngur kvartettinn sálminn  Í  svörtum himingeimi  eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttiu og Davíð Þór Jónsson. Sálmur sem fjallar um fegurð sköpunarinnar kraftinn og lífríkið, Guðs gjafir, … More Stefnumót við Guð

Sunnudagur í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 25. júlí er guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Organisti er Matthías Harðarson og forsöngvarar eru: Íris Björk Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Sigurður Sævarsson og Þorkell Helgi Sigfússon. Prédikunarefni dagsins eru kunnugleg orð Jesú úr Fjallræðunni : “Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður… More Sunnudagur í Hallgrímskirkju