Verður messa?

Nú eru gleðidagar og trúin er ræktuð með óformlegum hætti, í kirkju náttúrunnar og innri helgidómum anda og heimila. Vegna sóttvarnarreglna stjórnvalda eru fjölmennar guðsþjónustur óheimilar í Hallgrímskirkju. En fámennar athafnir eru haldnar. Sunnudaginn 11. apríl verður t.d. fermingarathöfn en aðeins nánasta fjölskyldufólk fermingarungmenna fær að vera með. Kl. 12 verður svo bænastund og allt… More Verður messa?

Hádegisbænir

Breyting verður á fyrirkomulagi hádegisbæna frá og með föstudeginum 9. apríl. Bænirnar verða áfram kl. 12 á hádegi og verða þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga. Og einnig á sunnudögum kl. 12 meðan ekki er hægt að messa vegna sóttvarnaaðgerða. Prestar, djákni og starfsfólk kirkjunnar stýra bænahaldinu. Allir velkomnir til bæna en ekki er heimilt að fleiri en… More Hádegisbænir

Ástarsaga

„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er alls staðar og margvísleg. Ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. En hvað um Guð? Hallgrímur Pétursson var ofurpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir.… More Ástarsaga

Helgihald í hádeginu og opin kirkja

Hádegsbænir verða í Hallgrímskirkju á pálmasunndegi kl. 12. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Í hádeginu mánudag til fimmtudags verða passíusálmar lesnir. Mánudag og þriðjudag les Steinunn B. Jóhannesdóttir. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir les á miðvikudegi og á skírdegi les Axel Gunnarsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið á undan og eftir passíuálmalestrunum. Hallgrímskirkja er opin alla… More Helgihald í hádeginu og opin kirkja

Kvöldkirkjan 25. mars felld niður

Kvöldkirkja í Hallgrímskirkju sem halda átti  25. mars fellur niður vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju og næsta kvöldkirkja verður væntanlega í Dómkirkjunni föstudaginn 23. apríl. Nánar auglýst síðar.

Brauðið dýra og okkar brauð

Faðir minn var bókamaður og aðdáandi Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi. Hann hafði einfaldan smekk í jólagjafamálum sem létti líf okkar fjölskyldunnar. Hann óskaði sér alltaf bókar eftir Laxnes. Jóladagana sat hann svo glottandi og kumrandi yfir kúnstugum sögum frá stílmeistaranum og orðhaganum í Gljúfrasteini. Ein jólin fékk hann Innansveitarkrónikuna sem lá lengi á borðinu við… More Brauðið dýra og okkar brauð