Messa á þjóðhátíðardag

Þjóðhátíðardagurinn Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hirti Pálssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Textar dagsins: Lexía: Jer 32.38-41, Pistill: 1Tím 2.1-4, Guðspjall: Matt 7.7-12 Forspil og innganga: 518 Ísland ögrum skorið 950 Guð sem í árdaga 743 Hallelúja 842 Það sem… More Messa á þjóðhátíðardag

Árdegismessa á miðvikudögum

Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa kl. 8 á miðvikudögum. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð

Fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð Hallgrímskirkju 3. júní 2018, kl. 11 – 13 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir sjá um guðsþjónustuna ásamt starfsfólki barnastarfs kirkjunnar. Messuþjónar aðstoða. Barna og unglingakór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti er Hörður Áskelsson. Eftir guðsþjónusta verður sumarhátíð Hallgrímskirkju! Grillaðar pylsur, andlitsmálun, kandí floss, hoppukastalar, flóa markaður og… More Fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð

Messa og barnastarf kl. 11

Messa og barnastarf á Þrenningarhátíð Sunnudaginn 27. maí kl. 11 Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Ritningarlestrar:  Jes 6.1-8,  Róm 11.33-36. Guðspjall: Jóh 3.5-8.

Hádegisbæn

Í hádeginu í dag, 14. maí,  leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf kl. 11

Messa og barnastarf sunnudaginn 6. maí kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.

Kyrrðarstund

Fimmtudaginn 3. maí er síðasta kyrrðarstundin fyrir sumarfrí. Stundin er í hádeginu kl. 12 í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

Alla miðvikudagsmorgna kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Ásgeirsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Hádegisbæn

Í hádeginu í dag leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.