Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Frá og með 17. september verða kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju á fimmtudögum kl. 12. Prestar kirkjunnar íhuga og stýra bænagerð í upphafi stundarinnar. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson gegnir prestsþjónustunni. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju. Föstudaginn 18. september verður fyrirbænastund við ljósberann í kirkjunni. Hefst stundin kl.… More Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Vatnið – þriðjudagshádegi kl. 12,05

Allt líf þarfnast vatns. Vatnsvernd er stórmál í nútímanum. Hver á vatnið og hver ætti að eiga vatnið? Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á fjórum þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Tímabil sköpunarverksins í Hallgrímskirkju verður 13. september til 11. október. Prestarnir munu prédika… More Vatnið – þriðjudagshádegi kl. 12,05

Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Margar kirkjudeildir heimsins beina athygli á haustin að náttúrunni sem Guð hefur skapað. September og fyrri hluti október er tími sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Í Hallgrímskirkju hefst þetta tímabil með guðsþjónustunni 13. september og lýkur með helgihaldinu 11. október. Auk áherslu á ríkidæmi lífríkisins og mikilvægi þess að við verndum lífheiminn verður athyglinni beint að vatni… More Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, prédikar, og talar um vatnsflaum í Gamla testamentinu. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn.  Barnastarfið hefst í… More Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Hádegisbænir, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 12

Helgistundir eru í Hallgrímskirkju kl. 12 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 9. september sér hópur sóknarfólks um helgihaldið ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Kaffisopi í Suðursal eftir guðsþjónustuna á miðvikudegi, en virðum sóttvarnarreglur, s.s. fjarlægðarmörk. Helgistund á fimmtudeginum 10. september og fyrirbænasamvera á föstudeginum 11. september verða við ljósberann nærri inngangi í kirkjuskipið.  Mynd: SÁÞ

Guðsþjónusta á ensku

Guðsþjónusta á ensku verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. ágúst kl. 14. Er hún ætluð enskumælandi íbúum höfuðborgarsvæðisins sem og ferðafólki. Sr Bjarni Þór Bjarnason annast guðsþjónustuna. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.