Erkibiskup Svía prédikar í Hallgrímskirkju

Dr. Antje Jackelén prédikar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. október. Tilefni komu erkibiskupsins er fundur norrænna biskupa á Íslandi sem og þátttaka í ráðstefnunni Arctic Circle. Frá 2014 hefur Antje Jackelén verið höfuðbiskup sænsku evangelísk-lúthersku kirkjunnar. Áður þjónaði hún sem prestur í Stokkhólmi og Lundbiskupsdæmi. Hún lauk doktorsprófi í trúfræði frá háskólanum í Lundi og starfaði… More Erkibiskup Svía prédikar í Hallgrímskirkju

Messa, barnastarf og erkibiskup – sunnudaginn 21. október kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Dr. Antje Jackelén, erkibiskup, prédikar og fulltrúar úr samstarfsnefnd kristinna trúfélaga lesa texta. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur blessun. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs: Bogi Benediktsson. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

Fimmtudaginn 18. október er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á… More Krílasálmar

Fyrirbænamessa í Suðursal

Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Næsta þriðjudag mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og barnastarf sunnudaginn 14. október kl. 11

Messa og barnastarf  Sunnudaginn 14. október kl. 11 Tuttugasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

Fimmtudaginn 11. október er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.