Himnasmiður og himins hlið

Sunnudaginn 13. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Sönghópur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar syngur. „Hér er hús Guðs, hér er hlið himinsins” sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í vígsluorðum sínum þegar Hallgrímskirkja var vígð 1986. Við guðsþjónustu sunnudagins verða… More Himnasmiður og himins hlið

Árdegisguðsþjónusta – samfélag

Miðvikudaginn 9. júní  kl. 10.30 verður árdegisguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Athugið breytta tímasetningu! Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Messuþjónar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið velkomin.

Bjössi og samherjar lífsins

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum… More Bjössi og samherjar lífsins

Já, sjómennskan …

Á sjómannadegi verður rætt um sjómennsku og þjónustu í guðsþjónustunni 6. júní kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Forsöngvarar:  Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Fjölnir Ólafsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Rósalind Gísladóttir, Salný Vala Óskarsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir guðsþjónustu verður kirkjukaffi í Suðursalanum. Verið velkomin. Textar sjómanndags skv. þriðju textaröð. Lexía: Sálmarnir… More Já, sjómennskan …

Ensk guðsþjónusta kl. 14

30. maí kl 14 verður guðsþjónusta á ensku í Hallgrímskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason sér um athöfnina. Guðsþjónustur fyrir enskumælandi fólk eru á dagskrá kirkjunnar síðasta sunnudag í hverjum mánuði. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11.00

Þrenningin, útskýring á henni er flókin, eitthvað sem er eitt en þó þrennt. Gæti útskýring á henni hljómað þannig: Hinn þríeini Guð er eins og vatn – sem getur bæði verið gufa, vökvi og ís,  þrír fasar en samt eitt efni.   Leyndardómar þrenningarinnar eru prédikunarefni og viðfangsefni sálmanna sem við syngjum við guðsþjónustu á þrenningardegi,… More Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11.00