Borð Drottins – messað í Hallgrímskirkju

4. júlí 2021 er gleðilegur í Hallgrímskirkju. Ástæðan er ekki aðeins að þetta er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna heldur verður fyrsta almenna altarisganga í sunnudagshelgihaldinu síðan í febrúarlok 2020. Í prédikun verður talað um gildi og menningu Bandaríkjanna, Íslendinga og Guðsríkisins. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar: Sigrún Valgeirsdóttir,… More Borð Drottins – messað í Hallgrímskirkju

Árdegismessa kl. 10.30

Miðvikudaginn 23. júní er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju.  Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir !

Árdegisguðsþjónusta – samfélag

Miðvikudaginn 16. júní  kl. 10.30 verður árdegisguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Athugið breytta tímasetningu! Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Messuþjónar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið velkomin.

Himnasmiður og himins hlið

Sunnudaginn 13. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Sönghópur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar syngur. „Hér er hús Guðs, hér er hlið himinsins” sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í vígsluorðum sínum þegar Hallgrímskirkja var vígð 1986. Við guðsþjónustu sunnudagins verða… More Himnasmiður og himins hlið

Bjössi og samherjar lífsins

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum… More Bjössi og samherjar lífsins