Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Frá og með 17. september verða kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju á fimmtudögum kl. 12. Prestar kirkjunnar íhuga og stýra bænagerð í upphafi stundarinnar. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson gegnir prestsþjónustunni. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju. Föstudaginn 18. september verður fyrirbænastund við ljósberann í kirkjunni. Hefst stundin kl.… More Kyrrðarstundir á fimmtudögum – fyrirbænir á föstudögum

Vatnið – þriðjudagshádegi kl. 12,05

Allt líf þarfnast vatns. Vatnsvernd er stórmál í nútímanum. Hver á vatnið og hver ætti að eiga vatnið? Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á fjórum þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Tímabil sköpunarverksins í Hallgrímskirkju verður 13. september til 11. október. Prestarnir munu prédika… More Vatnið – þriðjudagshádegi kl. 12,05

Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Margar kirkjudeildir heimsins beina athygli á haustin að náttúrunni sem Guð hefur skapað. September og fyrri hluti október er tími sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Í Hallgrímskirkju hefst þetta tímabil með guðsþjónustunni 13. september og lýkur með helgihaldinu 11. október. Auk áherslu á ríkidæmi lífríkisins og mikilvægi þess að við verndum lífheiminn verður athyglinni beint að vatni… More Blátt tímabil í Hallgrímskirkju

Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, prédikar, og talar um vatnsflaum í Gamla testamentinu. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn.  Barnastarfið hefst í… More Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

Fermingarfræðslan í vetur

Fermingarfræðslan veturinn 2020-21 verður á miðvikudögum kl. 14,45 – 15,45. Fyrsta samveran verður eftir guðsþjónustu sunnudaginn 13. september kl. 12,15. Þá koma fermingarungmennin, foreldrar þeirra og/eða forráðafólk líka. Sú samvera verður upplýsingafundur. Svo hefst hin eiginlega fræðsla miðvikudaginn 16. september kl. 14,30. Fermingarfræðslan verður í kórsalnum, gengið inn Vörðuskólamegin. Þau sem eiga eftir að skrá… More Fermingarfræðslan í vetur