Verður messa?

Nú eru gleðidagar og trúin er ræktuð með óformlegum hætti, í kirkju náttúrunnar og innri helgidómum anda og heimila. Vegna sóttvarnarreglna stjórnvalda eru fjölmennar guðsþjónustur óheimilar í Hallgrímskirkju. En fámennar athafnir eru haldnar. Sunnudaginn 11. apríl verður t.d. fermingarathöfn en aðeins nánasta fjölskyldufólk fermingarungmenna fær að vera með. Kl. 12 verður svo bænastund og allt… More Verður messa?

Hádegisbænir

Breyting verður á fyrirkomulagi hádegisbæna frá og með föstudeginum 9. apríl. Bænirnar verða áfram kl. 12 á hádegi og verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Einnig verða hádegisbænir á sunnudögum kl. 12 meðan ekki er hægt að messa vegna sóttvarnaaðgerða. Prestar, djákni og starfsfólk kirkjunnar stýra bænahaldinu. Allir eru velkomnir til bæna en ekki er… More Hádegisbænir

EXIT

Ég var sjö ára gamall. Vorið var komið og börnin í götunni voru úti. Það var fjör á Tómasarhaganum. Eldri strákar, sem ég þekkti, komu og vildu sýna okkur krökkunum inn í bílskúr við götuna. Það var galsi í hópnum og ævintýraleiðangur hófst. Strákarnir opnuðu skott á bíl sem þar var og einn úr hópnum sneri… More EXIT

Hvað meinti hann?

Á fræðslusamverum í Hallgrímskirkju í mars var rætt um erindi Passíusálma Hallgríms Péturssonar, uppbyggingu þeirra, tilgang, listfengi, barokk, málfar og ást. Guðríður Símonardóttir, kona skáldsins, kom líka við sögu. Þrjár hljóðskrár urðu til í þessum samverum og hafa verið birtar á kirkjuvarpi þjóðkirkjunnar. Rætt er við Steinunni B. Jóhannesdóttur, dr. Margréti Eggertsdóttur og að auki… More Hvað meinti hann?

Verða einhverjar messur?

Nýjar sóttvarnarreglur stjórnvalda breyta öllum áætlunum Hallgrímskirkju varðandi viðburði. Frá og með pálmasunnudegi 28. mars og til 15. apríl falla niður almennar guðsþjónustur, allt barnastarf og tónleikar. Bænastundir halda áfram. Tíu manna hámark er í kirkjunni utan helgistunda. Passíusálmar verða lesnir í hádeginu í kyrruviku, þ.e. mánudag til fimmtudags en niður fellur lestur föstudaginn langa.… More Verða einhverjar messur?

Kvöldkirkjan 25. mars felld niður

Kvöldkirkja í Hallgrímskirkju sem halda átti  25. mars fellur niður vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju og næsta kvöldkirkja verður væntanlega í Dómkirkjunni föstudaginn 23. apríl. Nánar auglýst síðar.